Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 04. ágúst 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Jordan Brown ekki í hóp í gær - „Erum með marga öfluga leikmenn"
Jordan Brown var ekki í hóp hjá Fylki
Jordan Brown var ekki í hóp hjá Fylki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í leik Fylkis og Leiknis í Pepsi Max-deildinni í gær að enski leikmaðurinn Jordan Brown var ekki í hóp hjá Árbæingum en Ólafur Stígsson, þjálfari Fylkis, var með eðlilegar útskýringar á því.

Brown er 24 ára gamall og fór í gegnum unglingalið Arsenal og West Ham áður en hann hélt til annarra landa í Evrópu og bjó sér til feril þar.

Hann kom til Fylkis í apríl en hann hefur aðeins spilað níu deildarleiki til þessa og var rætt um það í maí að hann gæti farið frá liðinu.

Brown var ekki í hóp hjá Fylki í markalausa jafnteflinu gegn Leikni.

„Hann er einn af hópnum og sama er hægt að segja um fleiri sem eru ekki í hóp í dag. Við erum nokkuð marga öfluga leikmenn og góðan og flottan hóp og stundum er maður í hóp og stundum ekki, stundum byrjar maður inná og stundum á bekknum," sagði Ólafur við Fótbolta.net.

Fréttaritari Fótbolta.net spurði Ólaf hvort það væri ekki sérstakt að vera með atvinnumann utan hóps en hann segir það ekki skipta höfuðmáli.

„Það er góð pæling og það er eins og með alla. Hvort sem maður er atvinnumaður eða ekki, þá er hann hluti af okkar hóp og stundum er hann í hóp og stundum ekki."

Danski sóknarmaðurinn datt upp í hendurnar á Fylki

Fylkismenn tilkynntu nýjan leikmann undir lok gluggans en danski sóknarmaðurinn Malthe Rasmussen kom til liðsins frá VSK Aarhus í Danmörku.

Hann er 24 ára gamall og hefur einnig spilað fyrir Middelfart og Kolding en hann er á leið í nám á Íslandi og datt hann upp í hendurnar á Fylkismönnum.

„Þetta er strákur sem datt upp í hendurnar á okkur. Hann er að koma hérna í skóla og fékk að æfa með okkur og styrkir hópinn okkar vel og hann á vonandi eftir að fá einhverjar mínútur í sumar," sagði Ólafur um Rasmussen.
Óli Stígs: Það var eitthvað misræmi þarna í dómgæslunni
Athugasemdir
banner