Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 04. ágúst 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristian Nökkvi skoraði gegn Leeds með aðalliði Ajax
Mynd: Ajax
Ajax lagði í dag Leeds að velli í æfingaleik, liðin eru bæði í undirbúningi fyrir komandi tímabil.

Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði á varamannabekk liðsins en kom inn á í stöðunni 2-0 í upphafi seinni hálfleiks.

Kristian gerði sér lítið fyrir og skoraði þriðja mark Ajax í 3-1 sigrinum. Það gerði hann með góðu skoti úr teignum, í nærhornið framhjá markverði Leeds. Leeds minnkaði svo muninn í uppbótartíma.

Markið skoraði Kristian á 49. mínútu leiksins. Kristian er sautján ára en hann gekk í raðir Ajax frá Breiðabliki árið 2019.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner