mið 04. ágúst 2021 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úlfur Blandon ráðinn þjálfari HK (Staðfest)
Mynd: HK
Úlfur Blandon mun þjálfa og stýra kvennaliði HK út tímabilið. Liðið leikur í Lengjudeild kvenna og er í harðri fallbaráttu. Úlfi til aðstoðar verður Milena Pesic.

Í síðustu viku komust HK og Jakob Leó Bjarnason að samkomulagi um starfslok Jakobs. Jakob hafði tekið við liðinu eftir tímabilið 2020.

Úlfur er mjög reyndur og öflugur þjálfari sem hefur meðal annars stýrt kvennaliði Vals og karlaliðum Gróttu og Þróttar Vogum ásamt yngri flokkum um árabil.

„Milena spilaði um árabil með meistaraflokki HK/Víkings. Hún hefur verið að þjálfa í yngri flokkum félagsins með góðum árangri undanfarin ár."

„Stjórn HK er mjög ánægð með að fá þessa færu þjálfara til starfa og ber miklar væntingar til þeirra í þeim verkefnum sem eru framundan,"
segir í frétt inn á HK.is.

Næsti leikur HK er gegn ÍA á Akranesi á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner