Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 04. ágúst 2022 11:38
Elvar Geir Magnússon
Elskaði viðureignina gegn Lech Poznan þegar hann var í Stjörnunni
Pablo Punyed í leiknum gegn Lech Poznan í Garðabæ 2014.
Pablo Punyed í leiknum gegn Lech Poznan í Garðabæ 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Víkingur vonast til þess að leika eftir afrek Stjörnunnar frá 2014 þegar Garðabæjarliðið sló út pólska liðið Lech Poznan. Stjarnan vann 1-0 heimasigur og náði svo markalausu jafntefli í seinni leiknum.

Víkingar taka á móti Lech Poznan í kvöld í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Í liði Víkings eru tveir leikmenn sem voru í Stjörnuliðinu sem sló út Lech Poznan 2014, markvörðurinn Ingvar Jónsson og miðjumaðurinn Pablo Punyed.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Lech Poznan

„Ég er mjög spenntur. Ég elskaði að spila á móti Lech Poznan á sínum tíma. Það voru mjög skemmtilegir leikir, mikil barátta og frábærir stuðningsmenn og leikvangur. Það er alltaf gaman að koma sér í gír fyrir svona viðureignir," sagði Pablo á fréttamannafundi í Víkinni í gær.

„Við teljum okkur eiga góða möguleika. Þetta eru ellefu á móti ellefu og þetta ætti að vera spennandi."

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, sat einnig fyrir svörum á fundinum.

„Ég tel möguleikana vera svipaða og þegar við spiluðum gegn Malmö. Þeir eru besta liðið í sínu landi. Við verðum að bera virðingu fyrir styrkleikum þeirra en þetta er úrslitaleikur og liðið sem tapar er úr leik. Þú verður að sýna þitt allra besta í svona leikjum. Við höfum ekkert öryggisnet lengur," sagði Júlíus.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, sem tekið var eftir fundinn í gær. Leikur Víkings og Lech Poznan í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Arnar Gunnlaugs: Tel okkur eiga góða möguleika
Athugasemdir
banner
banner
banner