Nottingham Forest hefur farið mikinn á leikmannamarkaðinum í sumar og nú er tæpur mánuður eftir af félagaskiptaglugganum.
Félagið ætlar að krækja í nokkra leikmenn til viðbótar og greinir The Athletic frá því að Jizz Hornkamp sé ofarlega á óskalistanum.
Hornkamp er 24 ára gamall og gríðarlega fjölhæfur leikmaður. Hann leikur sem sóknarmaður, hægri kantur og hægri bakvörður.
Hann hefur aðeins verið innan herbúða Willem II síðan í janúar en fyrir það var hann hjá Heerenveen og Den Bosch.
Hornkamp er talinn vera falur fyrir örfáar milljónir punda og er sérstaklega spennandi því hann getur leyst mismunandi stöður vel af hólmi.
Þá er Forest einnnig sagt vera að reyna að ganga frá kaupum á Remo Freuler, svissneskum miðjumanni Atalanta.
Athugasemdir