Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 04. september 2022 17:42
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með þetta stig. Vestmannaeyjingar voru gríðarlega sterkir, góðir og við áttum engin svör við þeirra leik í fyrri hálfleik. Við vorum heppnir að vera einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust vel og börðust fyrir lífi sínu og miða við hvernig þessi leikur var að við getum verið að fá þetta stig." sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

Pétur Guðmundsson dómari leiksins var allt í öllu í Víkinni í dag og Arnar Gunnlaugsson var spurður út í hans frammistöðu í dag.

„Það voru fullt af atvikum sem er örugglega veisla að skoða í Bestu mörkunum. Mögulega rautt spjald á Halla (Halldór Smára) í upphafi leiks, mögulega átti ÍBV að fá víti og mögulega áttum við að fá víti og allskonar svona moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli."

„Þetta er búið að vera ótrúleg törn og við erum ekki. búnir að tapa leik síðan 16.mai og allt hrós á strákanna. Tölum bara íslensku menn voru alveg sprungnir á því þarna í leiknum, ég segi bara sem betur fer að einn að einn frá ÍBV hafi verið rekinn útaf. Halldór Smári átti aldrei að spila nema hálfleik, Arnór að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í heilt ár. Það sem veldur mér smá áhyggjum og hefur gert lengi að í hvert skipti sem sterka pósta vantar þá virðumst við bara vera að strögla og það er helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fara í skrúfuna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner