Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   sun 04. september 2022 17:42
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með þetta stig. Vestmannaeyjingar voru gríðarlega sterkir, góðir og við áttum engin svör við þeirra leik í fyrri hálfleik. Við vorum heppnir að vera einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust vel og börðust fyrir lífi sínu og miða við hvernig þessi leikur var að við getum verið að fá þetta stig." sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

Pétur Guðmundsson dómari leiksins var allt í öllu í Víkinni í dag og Arnar Gunnlaugsson var spurður út í hans frammistöðu í dag.

„Það voru fullt af atvikum sem er örugglega veisla að skoða í Bestu mörkunum. Mögulega rautt spjald á Halla (Halldór Smára) í upphafi leiks, mögulega átti ÍBV að fá víti og mögulega áttum við að fá víti og allskonar svona moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli."

„Þetta er búið að vera ótrúleg törn og við erum ekki. búnir að tapa leik síðan 16.mai og allt hrós á strákanna. Tölum bara íslensku menn voru alveg sprungnir á því þarna í leiknum, ég segi bara sem betur fer að einn að einn frá ÍBV hafi verið rekinn útaf. Halldór Smári átti aldrei að spila nema hálfleik, Arnór að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í heilt ár. Það sem veldur mér smá áhyggjum og hefur gert lengi að í hvert skipti sem sterka pósta vantar þá virðumst við bara vera að strögla og það er helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fara í skrúfuna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner
banner