Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 04. september 2022 17:42
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með þetta stig. Vestmannaeyjingar voru gríðarlega sterkir, góðir og við áttum engin svör við þeirra leik í fyrri hálfleik. Við vorum heppnir að vera einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust vel og börðust fyrir lífi sínu og miða við hvernig þessi leikur var að við getum verið að fá þetta stig." sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

Pétur Guðmundsson dómari leiksins var allt í öllu í Víkinni í dag og Arnar Gunnlaugsson var spurður út í hans frammistöðu í dag.

„Það voru fullt af atvikum sem er örugglega veisla að skoða í Bestu mörkunum. Mögulega rautt spjald á Halla (Halldór Smára) í upphafi leiks, mögulega átti ÍBV að fá víti og mögulega áttum við að fá víti og allskonar svona moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli."

„Þetta er búið að vera ótrúleg törn og við erum ekki. búnir að tapa leik síðan 16.mai og allt hrós á strákanna. Tölum bara íslensku menn voru alveg sprungnir á því þarna í leiknum, ég segi bara sem betur fer að einn að einn frá ÍBV hafi verið rekinn útaf. Halldór Smári átti aldrei að spila nema hálfleik, Arnór að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í heilt ár. Það sem veldur mér smá áhyggjum og hefur gert lengi að í hvert skipti sem sterka pósta vantar þá virðumst við bara vera að strögla og það er helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fara í skrúfuna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner