Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 04. september 2022 17:42
Anton Freyr Jónsson
Arnar Gunnlaugs: Moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög ánægður með þetta stig. Vestmannaeyjingar voru gríðarlega sterkir, góðir og við áttum engin svör við þeirra leik í fyrri hálfleik. Við vorum heppnir að vera einum fleiri allan seinni hálfleikinn. Þeir vörðust vel og börðust fyrir lífi sínu og miða við hvernig þessi leikur var að við getum verið að fá þetta stig." sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir 2-2 jafnteflið við ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 ÍBV

Pétur Guðmundsson dómari leiksins var allt í öllu í Víkinni í dag og Arnar Gunnlaugsson var spurður út í hans frammistöðu í dag.

„Það voru fullt af atvikum sem er örugglega veisla að skoða í Bestu mörkunum. Mögulega rautt spjald á Halla (Halldór Smára) í upphafi leiks, mögulega átti ÍBV að fá víti og mögulega áttum við að fá víti og allskonar svona moment sem við getum talað endalaust um en á endanum skiptir það engu máli."

„Þetta er búið að vera ótrúleg törn og við erum ekki. búnir að tapa leik síðan 16.mai og allt hrós á strákanna. Tölum bara íslensku menn voru alveg sprungnir á því þarna í leiknum, ég segi bara sem betur fer að einn að einn frá ÍBV hafi verið rekinn útaf. Halldór Smári átti aldrei að spila nema hálfleik, Arnór að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í heilt ár. Það sem veldur mér smá áhyggjum og hefur gert lengi að í hvert skipti sem sterka pósta vantar þá virðumst við bara vera að strögla og það er helvíti dýrt að topplið megi ekki vera án eins leikmanns til að eiga í hættu að allt fara í skrúfuna."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner