Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
   mið 04. september 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool mun líka ræða við Díaz
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Liverpool er samkvæmt heimildum talkSPORT á leið í viðræður við Luis Díaz um nýjan samning. Díaz er ekki eini leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að ræða við um nýjan samning því í gær var fjallað um viðræður við Mo Salah.

Díaz var orðaður við Barcelona og PSG í sumar en fór hvergi og hefur byrjað tímabilið með Liverpool virkilega vel.

Liverpool var orðað við Anthony Gordon, leikmann Newcastle, sem spilar á vinstri vængnum líkt og Díaz. Þá voru líka sögur um að Arne Slot, stjóri Liverpol, myndi velja Cody Gakpo á undan Díaz í liðið því Slot og Gakpo eru báðir Hollendingar.

Raunin varð sú að Díaz, sem er 27 ára Kólumbíumaður, hefur fengið traustið og svo sannarlega sýnt hversu öflugur hann er.

Liverpool er með fullt hús stiga og hefur ekki fengið á sig mark í fyrstu þremur leikjunum. Um helgina vann liðið afskaplega sannfærandi sigur á Man Utd og skoraði Díaz tvö af þremur mörkum Liverpool í leiknum. Alls er Díaz með þrjú mörk og eina stoðsendingu í leikjunum þremur.

Liverpool keypti Díaz af Porto í janúar 2022 og skrifaði hann þá undir fimm ára samning. Hann er alls ekki á háum launum hjá Liverpool en talkSPORT segir að hann sé með um 55 þúsund pund í vikulaun.

Mo Salah, Trent Alexander-Arnold og Virgil van Dijk eiga allir minna en ár eftir af samningi sínum við Liverpool.
Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner