William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 10:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riftunarákvæði í samningi Eze verður aftur virkt næsta sumar
Eberechi Eze.
Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, sagði frá því í gær að hann hefði verið furðulostinn að ekkert félag hafi keypt Eberechi Eze í sumar.

Palace seldi Michael Olise til Bayern München fyrir 50 milljónir punda og þá vildi Newcastle fá Marc Guehi. Manchester City sýndi Eze áhuga í sumar en hann var áfram hjá félaginu.

Daily Mail segir frá því í dag að Eze hafi verið með riftunarverð í samningi sínum í sumar upp á 68 milljónir punda; 60 milljónir punda fyrirfram og svo 8 milljónir punda í árangurstengdar greiðslur.

Ekkert félag ákvað að nýta sér þetta riftunarverð í sumar en það verður aftur virkt næsta sumar.

Eze er fastamaður í liði Palace og hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum á timabilinu. Hann hefði getað verið búinn að skora þrjú mörk en Samuel Barrott dómari leiks Palace gegn Brentford í fyrstu umferð sagðist hafa gert mistök þegar hann dæmdi mark af honum í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner