William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
   mið 04. september 2024 10:14
Elvar Geir Magnússon
Stjarnan til Írlands í Evrópukeppni unglingaliða
Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni unglingaliða.
Stjarnan tekur þátt í Evrópukeppni unglingaliða.
Mynd: Stjarnan
U19 lið Stjörnunnar mætir UCD AFC frá Írlandi í fyrstu umferð í Evrópukeppni unglingaliða, en dregið var í gær.

Fyrri leikur viðureignarinnar fer fram á Írlandi 18. september og sá seinni á Samsung vellinum 2. október. Sigurvegari viðureignarinnar mætir svo FK Bylis frá Albaníu eða FC 2 Korriku frá Kosovó í næstu umferð.

Stjarnan varð Íslandsmeistari í 2. flokki í fyrra og er því fulltrúi Íslands í keppninni.

Það er breytt fyrirkomulag á keppninni í ár og að minnsta kosti eitt lið frá öllum Evrópuþjóðunum taka þátt. Unglingalið liðanna sem taka þátt í Meistaradeildinni taka þátt í 36 liða deild, spila sex leiki og 22 efstu liðin fara í 32-liða úrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner