Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   sun 04. október 2020 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Belgía: Aron hafði betur gegn Kolbeini - Oostende vann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
St. Gilloise 4 - 2 Lommel SK
1-0 D. Vanzeir ('22)
1-1 S. Brebels ('30)
1-2 Jonathan Hendrickx ('45, víti)
2-2 D. Vanzeir ('51)
3-2 L. Lapoussin ('62)
4-2 T. Teuma ('66, víti)

Það var alvöru Íslendingaslagur í belgísku B-deildinni í dag þegar St. Gilloise tók á móti Lommel.

Aron Sigurðarson var í byrjunarliði heimamanna á meðan Kolbeinn Þórðarson spilaði fyrir gestina.

Heimamenn komust yfir snemma en gestirnir náðu að jafna og komast yfir skömmu fyrir leikhlé. Jonathan Hendrickx, fyrrum leikmaður FH og Breiðabliks, skoraði úr vítaspyrnu á 45. mínútu.

Aroni Sigurðarsyni var skipt út í hálfleik og jöfnuðu liðsfélagar hans skömmu síðar. Loic Lapoussin, sem kom inn fyrir Aron, tók forystuna fyrir St. Gilloise á 62. mínútu og fylgdi fjórða markið skömmu síðar.

Lokatölur urðu 4-2 og eru Aron og félagar í öðru sæti, með 11 stig eftir 6 umferðir. Kolbeinn spilaði allan leikinn í liði Lommel sem er með 7 stig.

Oostende 3 - 0 Mouscron
1-0 A. Theate ('60)
2-0 F. Sakala ('81)
3-0 C. McGeehan ('93)

Í efstu deild hafði Oostende betur gegn Mouscron en Ari Freyr Skúlason var ekki með vegna meiðsla.

Ari Freyr hefur verið að glíma við meiðsli en liðinu hefur verið að ganga vel án hans og er með 12 stig eftir 8 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner