Stefán Teitur Þórðarson var ekki með ÍA í 0-4 tapi gegn FH í dag vegna þess að hann er búinn að semja við Silkeborg í Danmörku.
Stefán Teitur er fæddur 1998 og hefur spilað hátt í 100 leiki á fjórum árum hjá ÍA. Hann á tvo A-landsleiki að baki og þrettán leiki fyrir U21.
Stefán Teitur hefur verið meðal betri leikmanna Pepsi Max-deildarinnar í sumar og er hann búinn að gera 8 mörk í 17 leikjum. Faðir Stefáns Teits er Þórður Þórðarson, fyrrum markvörður ÍA og Norrköping meðal annars.
Hann gengur í raðir Silkeborg sem leikur í dönsku B-deildinni og er með tólf stig eftir sex umferðir þar.
Það eru nokkrir Íslendingar sem spila í þessari deild fyrir og verður áhugavert að fylgjast með nýju Íslendingaliði berjast um að komast upp í efstu deild í Danmörku.
Stefán Teitur Þórðarson til liðs við Silkeborg IF í Danmörku
Posted by Knattspyrnufélag ÍA on Sunday, 4 October 2020
Knattspyrnufélag ÍA hefur náð samkomulagi við Silkeborg IF...
Athugasemdir