Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 04. október 2023 08:13
Elvar Geir Magnússon
Davíð Smári um fortíð sína: Ég var ungur og vitlaus
Davíð Smári með bikarinn nýja sem gefinn er sigurvegurum umspilsins í Lengjudeildinni.
Davíð Smári með bikarinn nýja sem gefinn er sigurvegurum umspilsins í Lengjudeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var opinberað á mánudag að Davíð Smári Lamude er þjálfari ársins í Lengjudeild karla. Hann stýrði Vestra upp í Bestu deildina í gegnum nýju umspilskeppnina.

Davíð var ráðinn þjálfari Vestra fyrir tímabilið en hann hefur farið upp í allar deildir á þjálfaraferli sínum sem er þó ekki langur. Hann hefur sýnt hversu fær þjálfari hann er, en margir vilja þó stimpla hann af fortíð hans.

Davíð Smári hefur hlotið nokkra dóma fyrir líkams­á­rásir í gegnum tíðina og var spurður að því í viðtali við Stöð 2 hvort honum þætti erfitt að hreinsa for­tíðina og fá virðingu sem fót­bolta­þjálfari?

„Ef ég á að vera mjög ein­lægur að svara þessu þá er það bara það sem gefur mér elds­neyti til þess að halda á­fram. Að það séu ein­hverjar efa­semdar­raddir. Árangur minn sem þjálfari talar sínu máli. Öll þau verk­efni sem ég tek að mér geri ég vel," segir Davíð.

„Ég er mjög stoltur af þeirri vinnu sem ég skila af mér. Það truflar mig alls ekki að það séu ein­hverjir sem eru ekki vissir með mig og mína for­tíð. Ég var ungur og vit­laus, það er enginn að reyna fela það. Ég er bara sá sem ég er í dag og er stoltur af því. For­tíðin er að baki fyrir mér."

Í viðtalinu segist Davíð vera kröfuharður þjálfari með sterka sýn á leikinn.

„Mínir leik­menn vita sín hlut­verk og vita að ef ég sé það ekki koma frá þeim þá spila þeir ekki marga leiki fyrir mig," segir Davíð í viðtalinu við Stöð 2.
Athugasemdir
banner
banner