þri 03.okt 2023 08:50 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Lið ársins og bestu menn í Lengjudeildinni 2023
Fótbolti.net fylgdist grannt með Lengjudeildinni í sumar eins og önnur tímabil. Fréttaritarar síðunnar og sérfræðingar hafa valið úrvalslið keppnistímabilsins og var það opinberað í Innkastinu. ÍA vann deildina og það var Vestri sem tryggði sér hitt sætið í Bestu deildinni, með því að vinna Aftureldingu í úrslitaleiknum í nýju umspilskeppninni.
Árni Marinó Einarsson - ÍA
Hlynur Sævar Jónsson - ÍA
Hans Viktor Guðmundsson - Fjölnir
Gustav Kjeldsen - Vestri
Aron Elí Sævarsson - Afturelding
Benedikt Warén - Vestri
Arnór Smárason - ÍA
Steinar Þorsteinsson - ÍA
Elmar Kári Cogic - Afturelding
Viktor Jónsson - ÍA
Hinrik Harðarson - Þróttur
Varamenn:
Yevgen Galchuk (m) - Afturelding
Johannes Vall - ÍA
Morten Ohlsen Hansen - Vestri
Bjarni Guðjón Brynjólfsson - Þór
Oliver Bjerrum Jensen - Afturelding
Daníel Finns Matthíasson - Leiknir
Indriði Áki Þorláksson - ÍA
Þjálfari ársins: Davíð Smári Lamude - Vestri
Ráðinn þjálfari Vestra fyrir tímabilið og náði því afreki að koma liðinu upp á fyrsta tímabili. Er með svarta beltið í að koma liðum upp og hefur farið upp í allar deildir á þjálfaraferli sínum sem er þó ekki langur. Nær virkilega vel til leikmanna og lið Vestra er svo sannarlega með hans handbragð. Erfitt er að brjóta liðið á bak aftur og það virkar eins og vel smurð vél. Mikill stígandi einkenndi liðið á tímabilinu.
Leikmaður ársins: Viktor Jónsson - ÍA
Í annað sinn sem hann hlýtur þessi verðlaun en hann var einnig leikmaður ársins í 1. deild 2018. Næstum öll lið deildarinnar lögðu áherslu á að reyna að stöðva þennan öfluga markaskorara en það gekk lítið. Viktor skoraði 20 mörk og á stóran þátt í því að ÍA náði að komast í toppsætið og tryggja sér aftur sess meðal þeirra bestu.
Efnilegastur: Hinrik Harðarson - Þróttur
Þessi nítján ára sóknarmaður skoraði ellefu mörk í 22 leikjum. Mörk sem sáu til þess að nýliðar Þróttar náðu að halda sér í Lengjudeildinni. Skiljanlega er mikill áhugi á Hinriki og erfitt að sjá hann spila áfram í þessari deild á næsta ári. Hinrik er með markaskoraragenið frá föður sínum, Herði Magnússyni.
Lið ársins og bestu menn í 1. deild:
Lið ársins 2022
Lið ársins 2021
Lið ársins 2020
Lið ársins 2019
Lið ársins 2018
Lið ársins 2017
Lið ársins 2016
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Lið ársins 2010
Lið ársins 2009
Lið ársins 2008
Lið ársins 2007
Lið ársins 2006
Lið ársins 2005
Lið ársins 2004
Lið ársins 2003
Þjálfari ársins:
2022: Ómar Ingi Guðmundsson - HK
2021: Jón Sveinsson - Fram
2020: Sigurður Heiðar Höskuldsson - Leiknir
2019: Óskar Hrafn Þorvaldsson - Grótta
2018: Brynjar Björn Gunnarsson - HK
2017: Jóhannes Karl Guðjónsson - HK
2016: Óli Stefán Flóventsson - Grindavík
2015: Ejub Purisevic - Víkingur Ólafsvík
2014: Freyr Alexandersson og Davíð Snorri Jónasson - Leiknir
2013: Ágúst Þór Gylfason - Fjölnir
2012: Ejub Purisevic – Víkingur Ólafsvík
2011: Þórður Þórðarson - ÍA
2010: Sigursteinn Gíslason - Leiknir
2009: Gunnlaugur Jónsson - Selfoss
2008: Heimir Hallgrímsson - ÍBV
2007: Ásmundur Arnarsson - Fjölnir
2006: Ásmundur Arnarsson - Fjölnir
2005: Bjarni Jóhannsson - Breiðablik
2004: Gunnar Guðmundsson - HK
2003: Milan Stefán Jankovic - Keflavík
Leikmaður ársins:
2022: Ásgeir Eyþórsson - Fylkir
2021: Pétur Theódór Árnason - Grótta
2020: Joey Gibbs - Keflavík
2019: Rasmus Christiansen -Fjölnir
2018: Viktor Jónsson - Þróttur
2017: Ásgeir Börkur Ásgeirsson - Fylkir
2016: Alexander Veigar Þórarinsson – Grindavík
2015: Guðmundur Reynir Gunnarsson - Víkingur Ó.
2014: Hilmar Árni Halldórsson - Leiknir
2013: Aron Elís Þrándarson - Víkingur
2012: Guðmundur Steinn Hafsteinsson – Víkingur Ó.
2011: Gary Martin - ÍA
2010: Aron Jóhannsson - Fjölnir
2009: Sævar Þór Gíslason - Selfoss
2008: Atli Heimisson - ÍBV
2007: Scott Ramsay - Grindavík
2006: Helgi Sigurðsson - Fram
2005: Pálmi Rafn Pálmason - KA
2004: Hörður Már Magnússon - HK
2003: Jóhann Þórhallsson – KA
Efnilegasti leikmaðurinn:
2022: Kjartan Kári Halldórsson - Grótta
2021: Jóhann Árni Gunnarsson - Fjölnir
2020: Vuk Oskar Dimitrijevic - Leiknir R.
2019: Helgi Guðjónsson - Fram
2018: Stefán Teitur Þórðarson - ÍA
2017: Ísak Óli Ólafsson - Keflavík
2016: Ásgeir Sigurgeirsson - KA
2015: Björgvin Stefánsson – Haukar
2014: Sindri Björnsson – Leiknir
2013: Aron Elís Þrándarson – Víkingur
2012: Sigurður Egill Lárusson – Víkingur R.
2011: Jón Daði Böðvarsson - Selfoss
2010: Aron Jóhannsson - Fjölnir
2009: Guðmundur Þórarinsson - Selfoss
2008: Viðar Örn Kjartansson - Selfoss
2007: Jósef Kristinn Jósefsson - Grindavík
2006: Guðjón Baldvinsson - Stjarnan
2005: Rúrik Gíslason - HK
Athugasemdir