Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
banner
   lau 04. október 2025 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: FHL tapaði gegn Akureyringum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL 2 - 3 Þór/KA
0-1 Bríet Fjóla Bjarnadóttir ('17)
0-2 Emelía Ósk Kruger ('78)
1-2 Alexia Marin Czerwien ('89)
1-3 Sigyn Elmarsdóttir ('90)
2-3 Alexia Marin Czerwien ('92)

Lestu um leikinn: FHL 2 -  3 Þór/KA

FHL og Þór/KA áttust við í seinni leik dagsins í neðri hluta Bestu deildar kvenna og voru liðin að spila upp á stoltið þar sem FHL er löngu fallið úr deildinni á meðan Þór/KA er ekki í fallhættu.

Bríet Fjóla Bjarnadóttir skoraði eina markið í fyrri hálfleik eftir klaufagang í vörn FHL sem missti boltann til Bríetar.

Leikurinn var nokkuð jafn þar sem bæði lið fengu góð færi og áttu heimakonur að jafna í upphafi síðari hálfleiks, en Björg Gunnlaugsdóttir klúðraði fyrir opnu marki.

FHL var sterkari aðilinn á vellinum í síðari hálfleik en nýtti ekki færin sín. Þess í stað refsaði Emelía Ósk Kruger með því að tvöfalda forystu Akureyringa á 78. mínútu.

Alexia Marin Czerwien svaraði fyrir FHL á 89. mínútu en Þór/KA tók miðju og skoraði fljótt þegar Sigyn Elmarsdóttir slapp í gegn.

Alexia skoraði aftur í uppbótartímanum eftir fyrirgjöf en nær komst FHL ekki. Lokatölur 2-3.
Athugasemdir
banner
banner