Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   lau 04. október 2025 20:02
Ívan Guðjón Baldursson
Slot: Erum búnir að vera óheppnir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arne Slot þjálfari Liverpool tjáði sig eftir 2-1 tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag, en þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í öllum keppnum.

Chelsea hafði betur eftir nokkuð jafnan og spennandi slag þar sem sigurmarkið kom seint í uppbótartíma. Brasilíska ungstirnið Estevao var þar á ferðinni.

„Það jákvæða er að við sköpuðum mikið á Stamford Bridge, þetta er mjög erfiður völlur heim að sækja. Í fyrri hálflleik áttu þeir eina marktilraun sem var ótrúlegt mark en því miður þá gátum við ekki nýtt okkar færi," sagði Slot.

„Eftir jöfnunarmarkið áttum við góðan kafla og seinna markið lá í loftinu en kom aldrei. Ákvarðanataka leikmanna hefði mátt vera betri. Síðustu 10-15 mínúturnar var leikurinn opinn og bæði lið fengu færi en þeir skoruðu, ekki við. Það munaði mjög litlu á milli liðanna, þetta er nákvæmlega sama saga og í síðustu tveimur útileikjum. Það vantar herslumuninn.

„Í báðum þessum leikjum (gegn Palace og Chelsea) sköpuðum við meira heldur en andstæðingarnir en raunveruleikinn er sá að við skoruðum bara eitt mark í hvorum leik á meðan þeir skoruðu tvö."


Slot skipti Ibrahima Konaté af velli snemma í síðari hálfleik og þá voru tveir miðjumenn í varnarlínu Liverpool, Dominik Szoboszlai í hægri bakverði og Ryan Gravenberch í miðverði. Joe Gomez sat á bekknum og horfði ásamt Jeremie Frimpong.

„Ég er ekki 100% viss hvort Ibrahima sé meiddur. Honum leið eins og hann gæti verið meiddur og ég vil ekki taka neinar áhættur svo ég skipti honum útaf. Ég ætlaði alltaf að gera þessa skiptingu útaf því að við þurftum Ryan (Gravenberch) í miðvarðarstöðunni eftir að við lentum undir. Það virkaði vel fyrir okkur að hafa hann þar, hann hjálpaði okkur að taka stjórn á leiknum.

„Þegar allt kemur til alls mættust tvö sterk lið í dag og við töpuðum naumlega, við vorum mjög nálægt því að ná í úrslit hérna. Við töpuðum líka hérna í fyrra. Við erum búnir að vera óheppnir í síðustu þremur leikjum gegn sterkum andstæðingum."


   04.10.2025 18:31
England: Chelsea lagði Englandsmeistarana í uppbótartíma

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner