Man Utd gæti misst Fernandes - Napoli vill Mainoo - Barcelona og Liverpool berjast um Upamecano
banner
   lau 04. október 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Synir Kluivert skoruðu þrjá daga í röð
Mynd: Lyon
Justin Kluivert skoraði gullfallegt mark þegar Bournemouth lagði Fulham að velli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Kluivert skoraði með mögnuðu skoti utan vítateigs og er það merkilegt einnig fyrir þær sakir að báðir yngri bræður hans skoruðu báðir í leikjunum sínum dagana á undan.

Miðvörðurinn Ruben Kluivert skoraði nefnilega afar sjaldgæft mark í sigri Lyon gegn RB Salzburg í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Þetta er fjórða markið á ferlinum hjá Ruben, en hann er 24 ára gamall.

Yngsti bróðirinn Shane Kluivert byrjaði þetta markafár með því að skora í U19 leik Barcelona á miðvikudaginn. Barca lagði PSG að velli í þeim leik. Shane er 18 ára gamall.

Þeir eru allir synir Patrick Kluivert, sem lék meðal annars fyrir AC Milan, Barcelona og Newcastle United á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta, auk þess að skora 40 mörk í 79 landsleikjum með Hollandi.

Elsti sonur hans er Quincy Kluivert en hann er 28 ára gamall og leikur í tíundu og neðstu deild hollenska boltans.
Athugasemdir
banner
banner