Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 04. nóvember 2014 08:00
Heiðar Birnir Torleifsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Færni ungra knattspyrnumanna
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver
Þegar Gerard Houllier var fræðslustjóri franska knattspyrnusambandsins þá lét hann gera rannsókn á því hversu oft staðan 1v1 kæmi fyrir í einum knattspyrnuleik. Niðurstaðan var sú(þá) að það kemur allt að 300 sinnum fyrir staðan 1v1 í knattspyrnuleik.

Það eru liðin mörg ár síðan þessi rannsókn var framkvæmd og leikurinn orðinn enn hraðari og kröfuharðari á færni leikmanna.

Oftar en ekki er ungum leikmönnum fyrirskipað að senda boltann einfalt frekar en að reyna flóknari hluti s.s. að senda erfiðari sendingar( úrslitasendingar eins og Gylfi og Fabregas sem geta breytt leikjum), einleika og búa þannig til svæði fyrir sjálfan sig og aðra eins og Robben, Ronaldo og Messi.

Fyrir þann sem ekki reynir gerist tvennt. Annarsvegar gerir hann eða hún aldrei mistök og hinsvegar nær hann eða hún engum framförum!

Við getum spurt okkur þeirrar spurningar hvað leikmenn eiga að gera þegar það er enginn til að senda á? Eiga leikmenn að sparka boltanum útaf? Eða þurfa leikmenn að hafa verkfæri í kistunni til að geta leyst þess háttar stöður.

Maður heyrir oft að gabbhreyfingar séu einhversskonar trix sem ekki sé mikilvægt að leggja áherslu á. Gabbhreyfingar eru ekki trix! Þær eru verkfæri fyrir leikmenn til að búa til svæði til að skapa meira. Hvort heldur næsta skref er að senda boltann, skjóta á markið eða koma með aðra gappbhreyfingu o.frv.

Hvað ætli margir þjálfarar kenni skipulagðar gabbhreyfingar í yngri flokkum á Íslandi?

Ég tek það fram að ég veit ekki svarið við þeirri spurningu en vona að sem flestir séu með kennslu þeim efnum.

En þó gabbhreyfingar séu mikilvægar þá eru þær bara einn hluti í færni stiganum. Við hjá Coerver Coaching skiptum grunnfærni ungra knattspyrmanna í 6 stig.

Að mínu mati eru aðeins tvær leiðir til að halda bolta innan sinna raða.

Annars vegar að leikmaður haldi boltanum sjálfur(með því að skýla bola) eða með samleik innan liðsins.

Leikmaður þarf því að geta mótttekið og sent boltann með afgerandi hætti. Ungur leikmaður sem er alltaf beðin um að senda boltann helst í fystu snertingu(einfalt) hefur ekki tækifæri til að þróa með sér þá færni sem þarf til að geta verið leikmaður meistaraflokks liði hvar leikstíllinn snýst um að hafa boltann og krafa er gerð um skapandi hugsun við krefjandi aðstæður.

Fyrir stórleik Bayern Munchen og Dortmund í þýsku deildinni á dögunum sagði Pep Guardiola þjálfari Bæjara að hans lið þyrfti að hafa boltann til að geta unnið leikinn :)

Til að geta framkvæmt þess samleiks-leikstíl þá þurfa leikmenn að hafa yfir að ráða gríðarlegri færni og geta leyst hinar ýmsu stöður á vellinum eins og gefur að skilja. Enda eru Bæjarar ekki fátækir af slíkum leikmönnum og nokkrir þeirra farið í gegnum æfingaáætlun Coerver Coaching eins og Arjen Robben.

Þegar niðurstöður Heimsmeistaramótsins í Brasilíu eru skoðaðar koma nokkrar áhugaverðar tölur fram.

70% af mörkum Heimsmeistara Þjóðaverja eru skoruð eftir samleik (possession), eftir að hafa unnið boltann á vallarhelmingi mótherja.
Í opnum leik voru 49% allra marka skoruð innan 5 sek frá því að lið hafi unnið boltann og yfir 80% af mörkum voru skoruð innan 15 sek frá því að lið hafði unnið boltann.

Nútíma fóltboltamaðurinn þarf að hafa alhliða færni.

Leikmaður þarf að geta framkvæmt gabbhreyfingar í stöðunni 1v1, geta tekið á móti og sent boltann við krefjandi aðstæður og með skapandi hugsun. Þarf að hafa hraða með og án bolta, séð leikinn fram í tímann o.frv.

Uppbygging æfinga og kennslufræðin skiptir því lykilmáli hjá ungum leikmönnum auk þess sem ungir leikmenn þurfa að vera duglegir að æfa sig sjálf(ir) með skipulögðum hætti.

Hvernig skal æfingum háttað þannig að leikmenn hafi tækifæri til að byggja upp alhliða færni?

Hér er tillaga að uppbyggingu æfinga:

Knattstjórnun
Einn bolti á hvern leikmann. Æfingar hvar áhersla er lögð á að þjálfa jafnt báðar fætur og stöðugar endurtekningar.

Mótttaka og Sending
Æfingar og leikir sem þjálfa upp góða fyrstu snertingu á bolta og sömuleiðis nákvæmar og skapandi sendingar.

Hreyfingar 1v1
Æfingar og leikir sem þjálfa upp færni leikmanna í stöðunni
1v1 og hjálpa viðkomandi í að búa til pláss gegn þéttri vörn mótherjanna.

Hraði
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta hraða, kraft og samhæfingu með og án bolta.

Klárun
Æfingar og leikir sem leggja áherslu á að bæta tækni og
ákvarðanartöku fyrir framan markið.

Spilæfingar
Æfingar og leikir í smáum hópum sem leggja áherslu á hraðar sóknir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner