Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 19:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Vísir 
Sjáðu markið: Frábært einstaklingsframtak hjá Mikael Agli
Eimskip
Mikael Egill eftir markið.
Mikael Egill eftir markið.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikael Egill Ellertsson er búinn að jafna metin fyrir Ísland gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM eftir frábært einstaklingsframtak.

„Mikael fær boltann út á vinstri vængnum, sólar Konoplya upp úr skónum og keyrir inn á teiginn. Hótar fyrirgjöfinni en lætur bara vaða og boltinn í netið!" Skrifaði Kári Snorrason í textalýsingu frá leiknum.

Hann missti afa sinn á dögunum og heiðraði minningu hans þegar hann fagnaði.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

Stuttu áður skaut Albert Guðmundsson í slána úr góðu færi. Ísland hefði getað komist yfir þegar Guðlaugur Victor Pálsson var með boltann inn á teignum en sendingin á Hákon Arnar Haraldsson ekki nægilega góð.

Íslenska liðið hefur svarað mjög vel eftir að Úkraína komst yfir eftir stundafjórðung.




Athugasemdir
banner
banner