Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Atli framlengir við Aftureldingu
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding hefur náð samkomulagi við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson um framlengingu á samningi hans.

Nýr samningur Ísaks gildir út keppnistímabilið 2022.

Ísak Atli kom til Aftureldingar frá Fjölni síðastliðinn vetur og var öflugur í vörninni í sumar hjá Mosfellingum. Hann var einu sinni valinn í lið umferðarinnar í Lengjudeildinni.

Ísak, sem er 21 árs gamall, á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni tímabilið 2017 og sömuleiðis hjá Haukum tímabilið 2018.

„Afturelding fagnar því að hann spili áfram í Mosfellsbænum næstu árin," segir í tilkynningu frá félaginu sem hafnaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar á leiktíðinni sem kláraðist síðasta föstudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner