Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 04. nóvember 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lamptey segist vera í forréttindastöðu
Tariq Lamptey.
Tariq Lamptey.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey hefur látið ljós sitt skína með Brighton í upphafi tímabils.

Lamptey gekk í raðir Brighton frá Chelsea í byrjun árs og skrifaði hann undir þriggja ára samning við liðið. Brighton vill bjóða honum nýjan samning en þessi tvítugi leikmaður er sagður á óskalista Atletico Madrid, Bayern München og Sevilla.

Lamptey hefur verið að spila vængbakvörð fyrir Brighton. Hann skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum gegn Tottenham í fjörugum leik um liðna helgi. Hann ógnaði sífellt með hraða sínum og krafti og skilaði inn góðu marki.

„Það er mikilvægt að muna að þú spilar fótbolta af því að þú elskar það," segir Lamptey í samtali við Sky Sports.

„Spilaðu með bros á vör. Þannig færðu það besta frá sjálfum þér. Allir myndu elska að gera eitthvað sem það elskar að gera. Ég er í forréttindastöðu að geta gert það."

Chelsea vildi halda Lamptey en hann vildi spila og þess vegna fór hann til Brighton. „Eina leiðin til að bæta þig er með því að spila leiki. Ég er metnaðarfullur og ég vil alltaf spila."

Lamptey segir í viðtalinu að hann ræði við föður sinn eftir hvern leik um hvað betur mátti fara. Hann er greinilega mjög metnaðarfullur og leggur mikla áherslu á aukaæfingar.

„Þú getur alltaf unnið í því að bæta eitthvað. Þú mátt aldrei halda að þetta sé komið því þú áttir góðan leik. Þú getur alltaf bætt þig og þú þarft að gera það því það eru frábærir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni."

Lamptey, sem hélt með Manchester United í æsku, segir einnig frá því í viðtalinu að átrúnaðargoð sitt sé Dani Alves, fyrrum bakvörður Barcelona og brasilíska landsliðsins. „Ég elskaði að horfa á Dani Alves. Hann var með mikla hæfileika, var alltaf brosandi og naut þess að spila fótbolta. Það er það sem ég reyni að gera líka."
Athugasemdir
banner
banner
banner