Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 04. nóvember 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
El Ghazi rekinn frá Mainz eftir að hafa verið hleypt aftur inn (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dvöl Anwar El Ghazi hjá Mainz í fallbaráttu þýsku deildarinnar var stutt. Hann fékk að rifta samningi sínum við PSV Eindhoven í september til að skrifa undir hjá Mainz á frjálsri sölu.

Kantmaðurinn knái, sem hefur áður leikið fyrir Aston Villa, Everton, Lille og Ajax, kom aðeins við sögu í þremur leikjum með Mainz áður en félagið ákvað að rifta samningi hans vegna færslu á samfélagsmiðlum.

Í færslunni studdi El Ghazi við Palestínu í átökunum sem eru í gangi við landamæri Ísrael og Palestínu, en sú færsla fór ekki vel í stjórnendur Mainz.

   27.10.2023 14:09
Mainz riftir samningi við El Ghazi eftir að hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu


El Ghazi baðst afsökunar á færslunni og útskýrði sína stöðu í málinu. Hann fékk leyfi til að snúa aftur til Mainz eftir samtal við félagið, en nú hefur það leyfi verið dregið til baka eftir aðra færslu á samfélagsmiðlum.

   31.10.2023 08:00
El Ghazi má snúa aftur til Mainz


El Ghazi getur ekki legið á þessari skoðun sinni og ætlar ekki að spila fyrir fótboltafélag sem er tilbúið til að refsa leikmönnum sínum fyrir að hafa öðruvísi pólitískar skoðanir.

„Stattu fyrir það sem er rétt, þó að þú þurfir að standa einn," segir meðal annars í færslu El Ghazi, þar sem hann vitnar í höfundinn og ljóðskáldið Suzy Kassem.

„Þetta tap mitt á mínu lífsviðurværi er ekkert samanborið við helvítið sem sakleysingjarnir á Gaza þurfa að þola á hverjum degi. #hættiðmorðunum."




Athugasemdir
banner
banner
banner