Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   mán 04. nóvember 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nistelrooy hefur mikla trú á Ugarte og Zirkzee
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hollenski þjálfarinn Ruud van Nistelrooy stýrir Manchester United til bráðabirgða út næstu helgi, þar til Rúben Amorim tekur við liðinu í byrjun landsleikjahlésins.

Man Utd er búið að sigra einn leik og gera eitt jafntefli undir stjórn Nistelrooy, sem fagnaði eina marki Rauðu djöflanna dátt í 1-1 jafntefli gegn Chelsea í gær.

Fyrir leikinn var Nistelrooy spurður út í ýmsa leikmenn í hópnum hjá Man Utd sem voru keyptir fyrir háar upphæðir en hafa ekki skilað miklu innan vallar.

„Fólk þarf að fara varlega þegar það dregur ályktanir um hæfileikana hjá Manuel Ugarte. Ég er að segja ykkur að þetta er frábær leikmaður, hann býr yfir mögnuðum gæðum á miðjunni þar sem hann er einstaklega góður í að vinna boltann aftur og skila honum frá sér til sóknarleikmanna," sagði Nistelrooy, en Ugarte átti í kjölfarið slakan leik gegn Chelsea þar sem hann fékk mikla gagnrýni frá fótboltasérfræðingum í sjónvarpinu.

Hollenski framherjinn Joshua Zirkzee kom inn af bekknum seint í leiknum og tókst ekki að hafa áhrif.

„Joshua Zirkzee verður frábær leikmaður fyrir Manchester United. Hann býr yfir miklum hæfileikum og er gríðarlega efnilegur. Við þurfum að gefa honum tíma til að blómstra. Hann á eftir að verða mikilvægur leikmaður fyrir þetta félag."
Athugasemdir
banner