Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 04. desember 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Myndband: Skoraði laglegt jöfnunarmark gegn Tottenham
Mamoudou Karamoko skoraði þriðja mark austurríska liðsins LASK Linz gegn Tottenham Hotspur í Evrópudeildinni í gær undir lok leiksins.

LASK Linz komst yfir í leiknum áður en Gareth Bale jafnaði úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks. Tottenham komst tvisvar yfir í síðari hálfleik en Karamoko sá til þess að Linz fengi stig úr leiknum.

Í uppbótartíma síðari hálfleiks skoraði hann með góðu skoti fyrir utan teig. Glæsilegt mark og jafntefli niðurstaðan en markið má sjá hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner