Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 19:27
Brynjar Ingi Erluson
England: Bernardo Silva sendi Man City á toppinn
Bernardo Silva skoraði tvö fyrir Man City
Bernardo Silva skoraði tvö fyrir Man City
Mynd: EPA
Pep Guardiola og hans menn eru á toppnum
Pep Guardiola og hans menn eru á toppnum
Mynd: Getty Images
Watford 1 - 3 Manchester City
0-1 Raheem Sterling ('4 )
0-2 Bernardo Silva ('31 )
0-3 Bernardo Silva ('63 )
1-3 Cucho Hernandez ('74 )

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir á toppinn í ensku úrvalsdeildinni eftir 3-1 sigur á nýliðum Watford á Vicarage Road í kvöld. Bernardo Silva skoraði tvö mörk fyrir gestina.

Það tók City ekki nema fjórar mínútur að komast yfir. Raheem Sterling skoraði eftir góða fyrirgjöf frá Phil Foden frá vinstri. Gestirnir herjuðu á heimamenn og reyndu að bæta við en annað markið kom hins vegar ekki fyrr en á 31. mínútu.

Bernardo Silva gerði markið eftir að Daniel Bachmann hafði varið skot Ilkay Gündogan. Bernardo fékk boltann og barðist í gegnum vörnina áður en hann afgreiddi færið í netið.

Þriðja markið kom á 63. mínútu og aftur var það Bernardo með glæsilegu vinstrifótar skoti. Sjöunda mark Bernardo í deildinni á þessu tímabili og er að sögn stjóra hans, Pep Guardiola. sá besti í deildinni.

Cucho Hernandez skoraði sárabótarmark fyrir Watford ellefu mínútum síðar eftir að hafa komið inná sem varamaður.

Sigur Man City hefði getað orðið töluvert stærri ef það hefði ekki verið fyrir Bachmann í markinu. City sætti sig við 3-1 sigur og fer á toppinn með 35 stig en Watford er í 17. sæti með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner