Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: 433.is 
Gummi Ben um lekann: Þetta er það sorglegasta í þessu öllu
Guðmundur Benediktsson
Guðmundur Benediktsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson var gestur í þættinum, Íþróttavikan, á Hringbraut í gær en þar ræddi hann meðal annars lekann úr stjórn KSÍ.

Benedikt Bóas Hinriksson og Hörður Snævar Jónsson ræddu málin með Gumma Ben í Íþróttavikunni.

KSÍ sendi frá sér tilkynningu seint að kvöldi um að sambandið hefði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Eiðs Smára Guðjohnsen og að hann yrði ekki lengur aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins. Þar var vísað í áfengisneyslu eftir lokaleik Íslands gegn Norður-Makedóníu.

Daginn eftir var svo ýmsum upplýsingum af málinu lekið í fjölmiðla frá stjórnarmönnum og kom meðal annars fram hverjir kusu um að Eiður ætti að halda starfinu og hverjir kusu gegn því. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, svaraði ekki símtölum daginn eftir en sendi sólarhring síðar frá sér yfirlýsingu.

Gummi hefur miklar áhyggjur af því að slíkar upplýsingar séu að leka í fjölmiðla og segir að það þurfi að finna þá aðila sem fyrst.

„Eftir því sem ég kemst næst klárast fundurinn aðeins fyrr um kvöldið og ég hugsa að þeir hefðu fengið gagnrýni, knattspyrnusambandið og formaðurinn, ef þeir hefðu beðið fram til morgun og annar hefði verið með þetta, um nóttina, snemma eða eitthvað," sagði Guðmundur í Íþróttavikunni.

„Vanda fékk mest af skömmum fyrir að það væri verið að henda þessu seint og ekkert viðtal daginn eftir. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því þegar ég hlusta á einhver podcöst daginn eftir að það er einhver leki úr stjórn knattspyrnusambandsins."

„Það kom á daginn að það sem var búið að leka úr þessari stjórn og það þarf að finna þá aðila sem eru að leka úr stjórninni strax daginn eftir. Það finnst mér það sorglegasta í þessu öllu."

„Vanda er ný í þessu og ég er ekkert frekar Vöndu-maður frekar en eitthvað annað og hún á örugglega eftir að gera mistök eins og Guðni, Eggert og Geir,"
sagði hann um málið í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner