
England og Senegal mætast í 16-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Katar klukkan 19:00, en leikurinn er spilaður á Al-Bayt leikvanginum í Al-Kohr.
Gareth Southgate, þjálfari Englendinga, gerir eina breytingu frá sigrinum á Wales. Bukayo Saka kemur inn fyrir Marcus Rashford.
Aliou Cisse gerir á meðan þrjár breytingar á sínu liði. Nampalys Mendy og Krepin Diatta koma inn fyrir Pape Gueye og Idrissa Gana Gueye.
Hér fyrir neðan má sjá byrjunarliðin. Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV2.
England: Pickford, Walker, Stones, Maguire, Shaw; Bellingham, Rice, Henderson; Saka, Kane, Foden.
Senegal: Mendy; Sabaly, Koulibaly, Diallo, Jakobs, Ciss, Mendy; Ndiaye, Diatta, Sarr, Dia.
Athugasemdir