Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Kári Steinn framlengir við Leikni
Lengjudeildin
Kári Steinn í leik með Leikni síðasta sumar.
Kári Steinn í leik með Leikni síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Kári Steinn Hlífarsson hefur skrifað undir nýjan samning við Leikni og er nú bundinn félaginu út sumarið 2026. Kári gekk í raðir Breiðhyltinga frá Aftureldingu síðasta sumar.

„Hann kom vel inn í liðið, spilaði 8 leiki frá því hann kom í Breiðholtið í júlí og skoraði eitt mark í þeim. Samtals á hann 81 deildarleik í meistaraflokki þar sem hann hefur skorað 14 mörk," segir á heimasíðu Leiknis.

Kári er 24 ára sóknarmiðjumaður og var í yngri flokkum Breiðabliks og Stjörnunnar.

Leiknir endaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili og hefur félagið verið að setja saman leikmannahóp sinn fyrir næsta sumar. Í vikunni gekk Dagur Ingi Hammer Gunnarsson til liðs við félagið frá Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner