Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. janúar 2020 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkjamenn fresta æfingabúðum í Katar
Gregg Berhalter er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Gregg Berhalter er landsliðsþjálfari Bandaríkjanna.
Mynd: Getty Images
Bandaríska landsliðið í fótbolta hefur frestað æfingabúðum í Katar vegna spennu sem er á svæðinu.

Bandaríkjamenn réðu íranska hershöfðingjann Qasem Soleimani af dögum í Bagdad í Írak á föstudag. Hann var valdamikill í Íran og fór fyrir Quds-sérsveitum, sem standa fyrir öllum hernaðaraðgerðum Írana utan heimalandsins. Það var Donald Trump, forseti Bandaríkjana, sem fyrirskipaði árársina.

Dauði Soleimani hefur vakið mikla reiði í Íran og sagði æðsti leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khamenei, að morðinu yrði hefnt á grimmilegan hátt.

Bandaríska landsliðið átti að æfa í Doha í Katar 5-25. janúar, áður en liðið mætti svo Kosta Ríka í vináttulandsleik í Kalíforníu í febrúar. Það verður ekki af þessum æfingabúðum núna.

Knattspyrnusambandið í Bandaríkjunum segist vera að vinna með knattspyrnusambandinu í Katar að samstarfi í náinni framtíð.

HM 2022 verður haldið í Katar.

Góðar æfingaaðstæður eru í Katar og hefur íslenska landsliðið meðal annars nýtt sér þær í gegnum tíðina. Ísland fór þangað í janúarverkefni í fyrra, en er nú á leið til Bandaríkjanna í svipað verkefni.
Athugasemdir
banner
banner
banner