Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 05. janúar 2020 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Tom Pope: Myndi skora 50 mörk gegn Stones!
Tom Pope skoraði gegn Manchester City
Tom Pope skoraði gegn Manchester City
Mynd: Getty Images
Tom Pope, framherji Port Vale á Englandi, var í stuði á Twitter í gær eftir 4-1 tapið gegn Manchester City.

Pope skoraði eina mark Port Vale með skalla en hann birti athyglisverða færslu á Twitter í sumar þar sem hann gagnrýndi John Stones, miðvörð Manchester City.

Hann sagði að ef hann myndi spila gegn Stones í hverri viku þá myndi hann skora 40 mörk á tímabilinu. Fjölmiðlar vitnuðu í færsluna fyrir leikinn og þegar Pope komst á Twitter eftir leikinn þá segist hann hafa gert mistök.

„Fyrirgefið að ég get ekki svarað öllum. Það er allt að verða vitlaust hérna. Ég vil bara segja að það var rangt af mér og alveg út í hött að segja að ég myndi skora 40 mörk gegn Stones á tímabili. Það er nær 40 mörkum. Njótið helgarinnar," sagði Pope á Twitter í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner