Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 13:09
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Nottingham Forest og Leeds: Navas í markinu - McKennie á bekknum

Fyrri leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni er viðureign Nottingham Forest og Leeds United á The City Ground vellinum.


Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni en það eru einungis þrjú stig á milli þeirra. Forest er í þrettánda sætinu en Leeds í því fimmtánda.

Bæði lið styrktu sig vel í glugganum fyrir baráttuna sem er framundan. Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Steve Cooper, stjóri heimamanna, gerir alls fjórar breytingar á sínu liði. Felipe og Andrew Ayew eru á bekknum en Keylor Navas byrjar í rammanum. Þá er Morgan Gibbs-Whiter mættur aftur.

Jesse Marsch, stjóri Leeds, gerir fimm breytingar á Leeds liðinu. Luke Ayling, Liam Cooper, Pascal Struijk, Tyler Adams og Wilfried Gnonto koma allir inn í liðið.

Weston McKennie, sem kom frá Juventus, er á bekknum en Patrick Bamford byrjar sinn fyrsta deildarleik síðan í október.

Nottingham Forest: Navas, Williams, McKenna, Boly, Lodi, Danilo, Freuler, Mangala, Gibbs-White, Johnson, Wood.
(Varamenn: Hennessey, Worall, Aurier, Colback, Surridge, Scarpa, Felipe, Ayew, Lingard.)

Leeds United: Meslier, Ayling, Cooper, Wober, Struijk, Roca, Adams, Harrison, Sinisterra, Gnonto, Bamford.
(Varamenn: Robles, Firpo, Aaronson, Summerville, Rutter, Kristensen, McKennie, Greenwood, Joseph.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner