Bischoff í baráttunni gegn Brajan Gruda þegar Danmörk spilaði við Þýskaland. Þeir verða liðsfélagar hjá Brighton næsta sumar.
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion er að festa kaup á danska leikmanninum Clement Bischoff sem kemur næsta sumar.
Bischoff er vinstri bakvörður að upplagi sem getur einnig spilað á kantinum. Hann er 19 ára gamall og hefur verið algjör lykilmaður í U19 landsliði Danmerkur, þar sem hann á 5 mörk í 9 landsleikjum.
Brighton kaupir leikmanninn úr röðum Bröndby í Danmörku þar sem hann er í mikilvægu hlutverki sem vinstri bakvörður.
Brighton borgar tæplega 10 milljónir evra til að kaupa Bischoff, auk árangurstengdra aukagreiðslna.
Athletic greinir frá þessu og segir að Bischoff fái fimm ára samning hjá Brighton.
Athugasemdir