Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
   mið 05. febrúar 2025 10:30
Elvar Geir Magnússon
Martinelli: Mætum þangað til að skora þrjú til fimm mörk
Mynd: Getty Images
Í kvöld klukkan 20 tekur Newcastle á móti Arsenal í seinni undanúrslitaviðureign liðanna í deildabikarnum, Carabao bikarnum. Newcastle er í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum.

Það vantar hinsvegar ekki sjálfstraustið í lið Arsenal eftir fimm sigra í síðustu sex leikjum, þar af 5-1 sigurinn magnaða gegn Manchester City á sunnudaginn.

Gabriel Martinelli, brasilískur sóknarleikmaður Arsenal, segir að sitt lið mæti norður í leikinn til að skora þrjú til fimm mörk.

„Við vitum hvaða gæðum við búum yfir. 2-0 tapið í fyrri leiknum hefur ekkert að segja í þessum leik. Við hugsum bara um núið. Við mætum til að vinna leikinn og skora þrjú, fjögur, fimm mörk. Sjáum til," segir Martinelli.

„Þetta verður annar bardagi og við vitum vel hversu erfitt er að spila á þessum velli. En við eru með mikla trú og magnað lið."
Athugasemdir
banner
banner