Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. mars 2023 22:19
Brynjar Ingi Erluson
Bayern saxaði á forskot Wolfsburg - Hildur og María unnu toppliðið
Kvenaboltinn
Bayern München er nú tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Werder Bremen í þýsku deildinni í dag.

Glódís Perla Viggósdóttir var í miðri vörn hjá Bayern í dag en Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inná eftir aðeins sjö mínútur eftir að Carolin Simon meiddist.

Glódís var nálægt því að skora fyrir Bayern í leiknum en skalli hennar fór rétt framhjá markinu.

Karólína fór af velli á 83. mínútu leiksins og lokatölur 2-0 fyrir Bayern sem er með 34 stig, tveimur stigum á eftir Wolfsburg.

Hildur Antonsdóttir og María Catharina Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem vann topplið Twente, 2-1, í hollensku úrvalsdeildinni.

Fortuna Sittard er í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, þrettán stigum frá toppliði Twente.
Athugasemdir
banner