Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 05. mars 2023 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Svekktur Fernandes: Verðum að rífa okkur aftur á lappir
Bruno Fernandes
Bruno Fernandes
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, er sár og svekktur með 7-0 tapið gegn Liverpool á Anfield.

Fernandes var slakasti maður United í niðurlægingunni en hún fór af stað í síðari hálfleiknum þar sem heimamenn skoruðu sex mörk á 45 mínútum.

Hegðun portúgalska miðjumannsins er gagnrýnd en ekki nóg með að frammistaða hans hafi verið til skammar þá bað hann Erik ten Hag um að skipta sér af velli, eitthvað sem Gary Neville, telur ekki fyrirliða sæmandi.

„Þetta var pirrandi, mikil vonbrigði og sorglegt því þetta eru virkilega slæm úrslit. Við komum hingað með allt annað í huga fyrir þennan leik,“ sagði Fernandes.

„Fyrri hálfleikurinn var rosalega góður hjá okkur, Við fengum mörg færi og náðum að stjórna meirihluta fyrri hálfleiksins, að mér fannst, og þeir sköpuðu sér ekki mikið.“

„Í seinni hálfleik reyndum við að fara framar og skora mörk en við misstum jafnvægið. Við gáfum þeim of mikið svæði og það þarf að forðast það gegn svona liði.“

„Það er mikið af leikjum framundan. Við höfum fengið bakslag áður og nú þurfum við að jafna okkur og það strax. Það er það sem Manchester United stendur fyrir, það er hægt að slá okkur niður en við verðum að rífa okkur aftur á lappir,“
sagði Fernandes.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner