Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 05. mars 2024 13:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kjartan Henry var mættur á skýrslu en er ekki að plana endurkomu
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það vakti athygli að Kjartan Henry Finnbogason var á leikskýrslu hjá FH í 1-0 sigrinum gegn Gróttu í Lengjubikarnum síðustu helgi.

Kjartan lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil en hann segir í samtali við Fótbolta.net að hann sé ekki að plana að snúa aftur, þetta hafi verið eitthvað grín hjá þeim sem fyllti skýrsluna.

„Ég held að það hafi nú bara verið eitthvað djók. Það er ekkert meira spennandi í því en það," sagði Kjartan Henry léttur. „Ég vissi þetta reyndar ekki sjálfur."

Kjartan gerðist aðstoðarþjálfari FH eftir síðasta tímabil og er ekki að plana það að snúa aftur út á völlinn.

„Ég er ekki að fara að snúa aftur, allavega ekki eins og staðan er í dag. Ég hef ótrúlega gaman að því sem ég er að gera. Kannski laumar maður sér í reit öðru hverju. Ég ætla allavega að vera takkaskóþjálfari. Maður þarf að trappa sig niður."

FH vantar sóknarmann og vantar leikmenn, en liðinu hefur tekist að fylla bekkinn hjá sér í nokkrum leikjum í Lengjubikarnum vegna meiðsla og þess háttar. Sigurður Bjartur Hallsson er sagður á leið í FH frá KR og verið er að vinna í því að styrkja liðið.

„Við erum með yfirmann fótboltamála sem er með hlutina á hreinu. Við erum búnir að segja honum hvað okkur finnst og hvar við þurfum að styrkja okkur. Svo er það bara allt í vinnslu," sagði Kjartan Henry.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner
banner