Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 05. apríl 2020 18:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Neymar er tilbúinn til að leiða Barca áfram ásamt Messi"
Lionel Messi og Neymar.
Lionel Messi og Neymar.
Mynd: Getty Images
Brasilíumaðurinn Neymar er nú mikið orðaður við endurkomu til Barcelona, hann yfirgaf Katalóníuliðið árið 2017 og PSG gerði hann þá að dýrasta leikmanni í heimi sem hann er enn í dag.

Rivaldo sem lék með Barcelona á árunum 1997-2002 telur að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir Neymar að snúa aftur til Börsunga.

„Sögusagninar eru að verða nokkuð háværar um að Barcelona sé á eftir þeim Neymar og Lautaro Martinez. Argentínumaðurinn ungi er góður leikmaður, af þeim tveimur held ég að Neymar sé sá sem getur leitt liðið áfram ásamt Messi," sagði Rivaldo.

„Þegar maður skoðar síðustu ár þá hafa margir góðir leikmenn ekki fundið sig með Messi. En Neymar, líkt og Suarez, hefur sýnt að hann finnur ekki fyrir þessari miklu pressu, hann nær alltaf fram sínu besta. Hann (Neymar) er öruggari möguleikinn fyrir Barcelona, Martinez er hins vegar ungur og félagið þarf kannski að bíða í nokkur ár eftir að hann nái að blómstra."

„Mér finnst að félagið þurfi að leggja allt kapp á núna að fá Neymar aftur," sagði Rivaldo.
Athugasemdir
banner
banner
banner