Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 05. apríl 2021 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund vill halda Haaland og Sancho
Sancho og Haaland eru gríðarlega eftirsóttir leikmenn.
Sancho og Haaland eru gríðarlega eftirsóttir leikmenn.
Mynd: Getty Images
Framtíð Erling Braut Haaland er á allra vörum en norska undrabarnið er sagður vera falur í sumar fyrir rúmlega 150 milljónir evra.

Öll stórlið heims vilja kaupa Haaland sem virðist vera markaskorari af guðs náð enda hefur hann bókstaflega raðað inn mörkunum bæði með RB Salzburg og Borussia Dortmund á sínum stutta atvinnumannaferli.

Dortmund vill halda Haaland en hann virðist vilja yfirgefa félagið. Þrátt fyrir mikinn fjölda marka frá Haaland gengur félaginu ekki nógu vel og er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti þegar sjö umferðir eru eftir af þýska deildartímabilinu.

„Við munum ræða við Erling, faðir hans og umboðsmanninn Mino Raiola. Við viljum halda honum ánægðum hjá félaginu og við viljum að hann haldi áfram að skora mörk fyrir félagið á næsta ári. Það er planið okkar, þetta gildir líka um Sancho," sagði Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund.

„Ef okkur berst eitthvað risa tilboð þá munum við ræða það við leikmanninn og umboðsmanninn eins og alltaf."
Athugasemdir
banner
banner