Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. apríl 2021 13:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Frábært hjá Arnari að nefna þetta en hann hefur ekki komið með lausnirnar"
Icelandair
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorlákur Árnason.
Þorlákur Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, talaði mikið um það í liðnum landsleikjaglugga að íslenska landsliðið væri að missa af lestinni á meðan fótboltinn væri í mikilli þróun.

Arnar talaði um það á RÚV og víðar að Ísland þurfi að vera betri í að halda bolta (e. possession) og þurfi að vera miklu betri í pressu.

Þorlákur Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hong Kong og fyrrum þjálfari yngri landsliða Íslands, var spurður út í þessi ummæli Arnars í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977.

„Ég ber stórkostlega virðingu fyrir Arnari því hann vill bara spila ákveðna tegund af fótbolta. Hann var ógeðslega góður fótboltamaður sjálfur og kannski þekktari fyrir færni og hugmyndaflug en að vera vinnusamur. Hann vill að liðin sín spili þannig fótbolta og það er geggjað," segir Þorlákur.

„Hann hefur aldrei talað samt um hvernig það eigi að framkvæma þetta. Ef við tökum bara A-landsliðið þá er liðið að hittast í júní og svo eru sjö landsleikir í september, október og nóvember. Þú hefur rosalega lítinn tíma. Ef þú ætlar að spila á sama liðinu, ætlar þú að breyta mönnum þar sem meðalaldurinn er 31 ár í byrjunarliðinu? Það er erfitt að breyta eldri leikmönnum."

„Eða, sem er framkvæmanlegt, að KSÍ taki þá ákvörðun að frá og með deginum dag eigi yngri landsliðin að spila út frá markverði og það sé leiðin til að bæta leikmennina tæknilega séð. Svo talar hann um pressu, að við ætlum að fara þá leið. Hitt hefur gefist rosalega vel í ákveðinn tíma og það kemur mikið frá Lars (Lagerback). Við hinir landsliðsþjálfararnir tókum mikið frá A-landsliðinu."

„Við tókum skyndisóknir og uppsett atriði en það má ekki gleyma því að við þurfum að halda bolta líka. 2015 eða 2016 erum við að spila við Hollendinga og höldum boltanum 40% sem er ansi gott. En svo kom í úrslitakeppnina og þá er Kolbeinn að skalla á sjálfan sig. Í grunninn hefur hjálpað mikið hvað einkenni og DNA liðsins var rosalega sterkt hjá Lars og Heimi. Erik Hamren hélt því nokkurn veginn."

„Þetta er hugmynd sem þarf að ræða. Að mörgu leyti er ég sammála Arnari. Frábært hjá honum að nefna þetta en hann hefur aldrei komið með lausnirnar. Þú getur ekki breytt þessu á skömmum tíma með A-landsliðinu nema með breyttum leikstíl og breytingu á leikmannahópnum myndi ég halda. Það er auðvelt að segja 'Let's Play Football' en svo er það framkvæmdin á því," segir Þorlákur Árnason.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í spilaranum hér að neðan eða í öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Útvarpsþátturinn - Láki um landsliðið, Addi Grétars og Birkir Már
Athugasemdir
banner
banner
banner