Chelsea býst við að landa Guehi - Risaverðmiði á Isak - Mikill áhugi á Mateta
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fös 05. apríl 2024 21:24
Brynjar Ingi Erluson
Bryndís Arna: Held að þetta sé gott 'duo' sem við erum að fara mynda
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Bryndís Arna Níelsdóttir var í fyrsta sinn í byrjunarliði íslenska landsliðsins er það vann Pólland 3-0 í fyrsta leik í undankeppni Evrópumótsins á Kópavogsvelli í kvöld, en hún var afar stolt þegar hún sá uppstillingu liðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  0 Pólland

Þetta var hennar fimmti landsleikur en hún hafði komið inn af bekknum í hinum fjórum leikjunum.

Í síðasta leik sem hún spilaði, sem var í febrúar, gerði hún annað mark Íslands í mikilvægum 2-1 sigri á Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar.

Í dag fékk hún traustið í byrjunarliðinu og kom ágætlega vel frá sínu.

„Mér fannst við vera mjög góðar í þessum leik og frá fyrst marki fannst mér við vera með yfirhöndina. Þær fengu samt færi sem þær komu sér auðveldlega í en Fanney varði gríðarlega vel og vörnin stóð vel, þannig ég er sátt,“ sagði Bryndís, sem átti stóran þátt í fyrsta markinu.

„Ég sá að Gló fékk hann á fjær og ég kallaði til að setja hann inn í, en ég hitti svo sem ekki boltann vel en hann fór af varnarmanni og inn. Ég held nú að þetta var að fara á markið, þannig spurning hvort maður fái markið.“

„Mér fannst við vera skapa fullt af færum í seinni. Eiginlega bara óheppnir að hafa ekki unnið þetta stærra því mér fannst þær ekki komast í nein hættuleg færi. Fannst við loka vel á þær og spiluðum vel.“


Bryndís var í fremstu víglínu með Sveindísi Jane og telur hún að þær séu að fara mynda gott tvíeyki.

„Geggjað að fá Sveindísi. Ef hún fær boltann langt frammi, þá á ég að vera inn í teig og klára. Ég held að þetta sé gott 'duo' sem við erum að fara mynda.“

„Þegar ég sá mitt nafn í byrjunarliðinu þá fylltist ég stolti, var spennt og þetta var bara geggjað. Ég var kannski ekkert að búast við því en mjög skemmtilegt þegar kallið kom. Ég ætlaði að nýta það tækifæri mjög vel.“


Bryndís og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru öflugar í pressu liðsins, samvinna sem getur ekki klikkað.

„Við vorum að tala mjög vel saman. Ef hún fer að loka á hægri þá dett ég niður og öfugt. Mér fannst við vinna vel saman, það voru kannski nokkrir kaflar þar sem við hefðum getað stigið ofar á þær en heilt yfir fannst mér samvinnan góð.“

Næsti leikur er gegn Þýskalandi á þriðjudag. Það verður erfitt en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

„Við komum með mikið sjálfstraust inn í þann leik eftir daginn í dag. Þetta verður mjög erfiður leikur og vitum það vel. Við erum staðráðnar í að ná einhverjum stigum þar
Athugasemdir
banner
banner
banner