Selfyssingurinn Arnar Logi Sveinsson var spurður nánar út í leik Fram og Selfoss í fyrstu umferð Inkasso deildarinnar. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Lestu um leikinn: Fram 2 - 2 Selfoss
Selfyssingurinn Arnar Logi Sveinsson var tekinn í spjall eftir leik Fram og Selfoss í fyrtu umferð Inkasso deildarinnar. Arnar var fyrst spurður út í það hvernig komandi tímabil leggst í hann. „Tímabilið leggst vel í mig, við erum búnir að vinna hart að okkur og við erum með góðan og sterkan hóp. Maður er bara spenntur fyrir þessu en kannsi smá spenna og skrekkur í fyrsta leiknum en þetta var bara gaman."
Arnar var viss um að Selfyssingar hefðu átt að gera betur í þeim mörkum sem þeir fengu á sig í dag. „Mér fannst við vera með mikla yfirburði í fyrri hálfleik. Við vorum að komast bakvið þá eins og við töluðum um fyrir leik og við vorum að spila eftir leikkerfinu. Við notuðum veðrið aðeins okkur í hag. Í seinni háfleik fáum við á okkur sloppy mörk. 45 hlaup frá miðjumanni sem við hefðum getað gætt betur og síðan bara aukaspyrna af stórhættulegum stað. Við vitum alveg að þeir eru góðir í föstum leikatriðum."
Arnar telur að óvænt vallarbreytingin hafi ekki haft nein áhrif á undirbúning Selfyssinga fyrir þennan leik. „Við æfum á gervigrasi á Selfossi, þar sem að grasið er ekki alveg tilbúið og við vorum á æfingu í gær og þá kom snjókoma svo gott veður og svo allt í einu slydda. Þetta hafði enginn áhrif á okkur."
Athugasemdir