Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   lau 05. maí 2018 18:05
Atli Arason
Arnar Logi Sveins: Við notuðum veðrið okkur í hag
Arnar Logi Sveinsson
Arnar Logi Sveinsson
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Selfyssingurinn Arnar Logi Sveinsson var spurður nánar út í leik Fram og Selfoss í fyrstu umferð Inkasso deildarinnar. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  2 Selfoss

Selfyssingurinn Arnar Logi Sveinsson var tekinn í spjall eftir leik Fram og Selfoss í fyrtu umferð Inkasso deildarinnar. Arnar var fyrst spurður út í það hvernig komandi tímabil leggst í hann. „Tímabilið leggst vel í mig, við erum búnir að vinna hart að okkur og við erum með góðan og sterkan hóp. Maður er bara spenntur fyrir þessu en kannsi smá spenna og skrekkur í fyrsta leiknum en þetta var bara gaman."

Arnar var viss um að Selfyssingar hefðu átt að gera betur í þeim mörkum sem þeir fengu á sig í dag. „Mér fannst við vera með mikla yfirburði í fyrri hálfleik. Við vorum að komast bakvið þá eins og við töluðum um fyrir leik og við vorum að spila eftir leikkerfinu. Við notuðum veðrið aðeins okkur í hag. Í seinni háfleik fáum við á okkur sloppy mörk. 45 hlaup frá miðjumanni sem við hefðum getað gætt betur og síðan bara aukaspyrna af stórhættulegum stað. Við vitum alveg að þeir eru góðir í föstum leikatriðum."

Arnar telur að óvænt vallarbreytingin hafi ekki haft nein áhrif á undirbúning Selfyssinga fyrir þennan leik. „Við æfum á gervigrasi á Selfossi, þar sem að grasið er ekki alveg tilbúið og við vorum á æfingu í gær og þá kom snjókoma svo gott veður og svo allt í einu slydda. Þetta hafði enginn áhrif á okkur."
Athugasemdir
banner