Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. maí 2021 19:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hemmi Hreiðars: Stefnum á að vinna deildina, það er klárt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Nei, spáin kemur okkur svo sem ekki á óvart. Það hefur verið góð sigling á okkur, hrikalega skemmtilegt og mikil stemning í hópnum síðan síðasta sumar. Svo spáin er í takt við það," sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari Þróttar Vogum, en liði hans er spáð toppsæti deildarinnar af þjálfurum deildarinnar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 1. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni? Eitthvað öðruvísi en í fyrra?

„Ég held að deildin í sumar sé í heildina sterkari, flest lið búin að bæta vel í hópinn og styrkja sig. Fleiri lið eiga eftir að blanda sér í þessa toppbaráttu og reyta stig hvert af öðru. Deildin verður spennandi og skemmtileg í sumar."

Hver eru markmið Þróttar í sumar?

„Við stefnum á að vinna deildina, það er klárt."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Við erum alltaf að líta í kringum okkur en eins og staðan er í dag er ég gríðarlega ánægður með hópinn eins og hann er."

Er leikmannahópurinn sterkari en hann var í fyrra?

„Við misstum nokkra góða leikmenn en ég er mjög ánægður með hvernig okkur hefur tekist að fylla í þau skörð. Svo er hópurinn búinn að vera lengur saman og þ.a.l. samrýmdari."

Verður erfitt að halda mönnum á jörðinni þegar þeir sjá að þeim er spáð efsta sæti?

„Nei ég hef engar áhyggjur af því, þetta er virkilega heilbrigður og flottur klefi svo þetta er allt í takt við okkar markmið."

Verða það algjör vonbrigði ef liðinu tekst ekki að fara upp?

„Já, vissulega yrði það svekkjandi og ekkert er öruggt en við ætlum svo sannarlega að skemmta okkur og okkar frábæru stuðningsmönnum í sumar - allir á völlinn!" sagði Hemmi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner