Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 12:06
Elvar Geir Magnússon
Hjörvar segir Blika girnast Stefán Teit og fleiri leikmenn
Stefán Teitur Þórðarson.
Stefán Teitur Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Hjörvar Hafliðason sagði frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Breiðablik hafi gert tilboð í Stefán Teit Þórðarson, miðjumann ÍA og íslenska U21-landsliðsins. Stefán lék A-landsleiki í janúarverkefninu fyrr á árinu.

Hjörvar segir að ÍA sé með háan verðmiða á Stefáni Teiti, sex milljónir króna og útlit fyrir að hann verði áfram á Akranesi.

„Með því að bjóða í hann er ekki verið að segja við Guðjón Pétur: Thank you for your service?" sagði Hjörvar í þættinum.

Í síðasta mánuði var sagt að Blikar hefðu áhuga á að fá annan leikmann ÍA, sóknarmanninn Tryggva Hrafn Haraldsson.

Í Dr. Football var einnig sagt að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, hefði áhuga á tveimur ungum leikmönnum í Lengjudeildinni, Unnari Steini Ingvarssyni miðjumanni Fram og sóknarleikmanninum Jasoni Daða Svanþórssyni í Aftureldingu.

Baldvin Már Borgarsson talaði um það í Niðurtalningunni í vikunni að Jason væri meðal bestu leikmanna deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner