Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður Swansea sótti innblástur í Gylfa í aukaspyrnuæfingum
Liam Cullen.
Liam Cullen.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrrum leikmaður Swansea.
Gylfi Þór Sigurðsson er fyrrum leikmaður Swansea.
Mynd: Getty Images
Liam Cullen er 21 árs gamall leikmaður sem er á mála hjá Swansea, sem leikur í Championship-deildinni á Englandi.

Cullen hefur verið að brjótast inn í aðallið Swansea eftir að hafa staðið sig vel með U23 liðinu. Cullen er búinn að skora 17 mörk í 21 leik með U23 liði Swansea á þessari leiktíð, en eitt af hans eftirminnilegri kom í 5-1 sigri gegn Porto frá Portúgal.

Það mark kom beint úr aukaspyrnu, en Cullen hefur einmitt lagt mikla áherslu á að bæta sig í föstum leikatriðum, að taka aukaspyrnur og hornspyrnur.

Cullen segist í samtali við heimasíðu Swansea hafa lært af Gylfa Þór Sigurðssyni í gegnum liðsstjóran hjá U23 liðinu, Shaun Baggridge. Gylfi er fyrrum leikmaður Swansea, en hann lék þar áður en hann var keyptur til Everton á metfé sumarið 2017.

„Ég vildi einbeita mér að því að vera góður í aukaspyrnum því þá bætirðu mörkum í þinn leik," segir Cullen. „Ég æfði mikið á undirbúningstímabilinu og í byrjun tímabils með hjálp Shaun. Hann sagði mér frá því hvernig hann hjálpaði Gylfa þegar hann var hjá Swansea."

„Gylfi var vanur því að setja tíu bolta á fjóra mismunandi staði í kringum vítateiginn. Hann setti upp vegg þar sem hann taldi að markvörðurinn myndi gera það og svo skaut hann boltanum. Hann gerði þetta á hverjum degi eftir æfingar."

„Augljóslega er hann mjög góður í föstum leikatriðum og ég byrjaði því að vinna með þessa æfingatækni. Að sjá boltann fara inn gegn góðu liði eins og Porto eftir allar æfingarnar, það var eitt mitt ánægjulegasta mark," sagði Cullen.

Gylfi skoraði úr þónokkrum aukaspyrnum fyrir Swansea, en hann hefur lengi verið virkilega öflugur í föstum leikatriðum.

Hér að neðan má sjá mark Cullen og þar fyrir neðan eru nokkur af bestu mörkum sem Gylfi skoraði fyrir Swansea.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner