Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford og Lingard styðja við bakið á eineltisfórnarlambi
Jesse Lingard og Marcus Rashford.
Jesse Lingard og Marcus Rashford.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford og Jesse Lingard, leikmenn Manchester United, höfðu samband og styðja við bakið á einhverfum dreng sem varð einelti af hálfu tveggja táninga.

Í myndbandi sést þegar táningurinn slær drenginn og skipar honum að kyssa skó sína og vinkonu sinnar. Strákurinn, sem heitir Kieran, varð einnig fyrir kynþáttafordómum.

Lögreglan í Vestur-Jórvíkurskíri hefur handtekið tvo einstaklinga í tengslum við málið.

Rashford sá myndbandið og skrifaði á samfélagsmiðla: „Þetta er Kieran, yndislegur ungur strákur með einhverfu. Hinir tveir aðilarnir í myndbandinu, ég er með engin orð fyrir þau. Kieran, þú ert minn maður, alltaf."

Lingard sendi stráknum skilaboð þar sem hann skrifaði: „Ekki láta einn né neinn hafa áhrif á þig. Dreymdu stórt."

Kieran deilir því sjálfur á Instagram að Harvey, strákurinn sem kom svo illa fram við hann, hafi reynt að biðjast afsökunar og í sömu andrá reynt að fá Kieran til að taka myndbandið niður því hann sé að fá svo mikið hatur í sinn garð. Það kom ekki til greina hjá Kieran.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner