Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 05. júní 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 12. sæti
Vel fagnað síðasta sumar.
Vel fagnað síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Slobodan Milisic.
Slobodan Milisic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Halldór Ingvar Guðmundsson.
Halldór Ingvar Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafsfjarðarvöllur.
Ólafsfjarðarvöllur.
Mynd: Henry Birgir - Twitter
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. KF 13 stig

Lokastaða í fyrra: KF endaði í 2. sæti 3. deildar þrem stigum frá toppliðinu og sjö stigum frá liðinu í 3. sæti. Liðinu var spáð 4. sætinu fyrir leitíðina. KF lék heilt yfir vel síðasta sumar og var í baráttu um sigurinn í deildinni en töpuðu stigum í restina á meðan Kórdrengir kláruðu sitt. KF var síðast í 2. deild sumarið 2016 en þá endaði liðið í neðsta sæti talsvert á eftir liðunum fyrir ofan.

Þjálfarinn: Slobodan Milisic, Míló, tók við KF eftir tímabilið 2016 og kom liðinu upp á sínu þriðja ári með liðið. Míló stýrði KA í 1. deild árið 2006 en var rekinn snemma tímabili síðar. Árið 2008 BÍ/Bolungarvík upp í 2. deild en þurfti í kjölfarið að hætta vegna veikinda. Hann var svo yngri flokka þjálfari hjá KA áður en hann tók við KF.

Álit sérfræðings
Rafn Markús Vilbergsson og Úlfur Blandon eru sérfræðingar Fótbolta.net fyrir Lengjudeildina og 2. deild karla. Úlfur gefur álit sitt á KF.

„Styrkleikarnir á síðasta ári voru nr 1, 2 og 3 sterk liðsheild og gera má ráð fyrir því að það verði líka í ár. Hjá KF þekkja allir hvern annan og eru gríðarlega vel skipulagðir undir stjórn Slobodan Milisic. Þjálfarinn er góður að halda mönnum í standi, hugsar mikið um að koma leikmönnum í gegnum tímabilið meiðslalausum sem skiptir miklu máli í þessari deild. Það tókst vel í fyrra og gera má ráð fyrir að það haldi líka á þessu ári. Það er mikið af ungum strákum sem koma frá KA og verða líklega með aftur í sumar."

„KF er með frekar ungt lið, stráka sem eru ekki búnir að spila mikið í 2. deild, þeir eru búnir að missa þrjá af sínum sterkustu leikmönnum í Alexeander Þorlákssyni, Jordan Damachoua og Vitor Viera Thomas. Það er vandséð hvernig þeir fylla skarð þessara sterku leikmanna en tveir af þeim tóku stökkið og spila í Lengjudeildinni á þessu tímabili. Stóra spurningin er hver á að skora mörkin, þeir voru að til sín Sachem Wilson en hann er ekki með neina reynslu í deildinni og spurning hvernig hann spjarar sig."


Lykilmenn: Halldór Ingvar Guðmundsson, Ljubimir Delic, Jakob Auðun Sindrason.

Gaman að fylgjast með: Bandaríkjamanninum sem leikið hefur á Norður Írlandi, Sachem Wilson, gaman að sjá hvort hann nái að fylla skarð Alexanders Þorlákssonar sem skoraði 28 mörk fyrir KF í 3. deildinni.

Slobodan Milisic, þjálfari KF:
„Spáin kemur mér á óvart og ekki. Við erum búnir að missa nokkra leikmenn frá því í fyrra og það er ekki gott. Á móti kemur held ég að önnur lið viti ekki mikið um okkur, vita lítið um það hvernig við höfum styrkt okkur og hvernig lið við eru með, sem er jákvætt fyrir okkur. Það sést að við misstum nokkra leikmenn sem útskýrir kannski þessa spá sem og að ið komum upp úr 3. deildinni í fyrra. Spáin gefur okkur bara byr undir báða vængi. Deildin í ár verður ótrúlega sterk, sterkari en oft áður. Ég á von á því að það verður hart barist á bæði toppi og botni deildarinnar, öll lið geta unnið alla og ég held að þetta verði mjög spennandi mót. Mörg lið sem gætu farið upp og nokkur sem gætu fallið einnig. Deildin gæti orðið tvískipt."

„Að halda okkur í þessari deild er okkar markmið, fara í alla leiki til að vinna þá og sjá síðan hvert það skilar okkur þegar tímabilið klárast. Það gætu svo orðið einhverjar breytingar á hópnum fyrir mót, ég myndi ekki segja að hann sé 100% klár."


Komnir:
Hrannar Snær Magnússon - Breiðablik
Jón Óskar Sigurðsson - Þór
Bjarki Baldursson - Þór
Maríno Snær Birgirson - Magni
Haldór Mar Einarsson - Ægir
Emanuel Nikpalj - Króatia
Kristófer Andri Ólafsson - Samherjar
Sachem Wilson - N. Írland (Ekki kominn með leikheimild)

Farnir:
Alexander Már Þórláksson - Fram
Jordan Damachoua - Kórdrengir
Valur Reykjalín Þrastarson - Haukar
Vitor Viera Thomas - Víkingur Ó.
Tómas Veigar Eiríksson (var í láni frá Magna) - Magni

Fyrstu þrír leikir KF:
20. júní ÍR - KF (Hertz völlurinn)
27. júní KF - Víðir (Ólafsfjarðarvöllur)
2. júlí KF - Kári (Ólafsfjarðarvöllur)

Sjá einnig:
Hin hliðin - Aksentije Milisic (KF)
Athugasemdir
banner
banner
banner