Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 05. júní 2021 16:44
Fótbolti.net
Óli Kristjáns og Freysi verða á Stöð 2 Sport yfir EM
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Evrópumót landsliða, EM alls staðar, fer af stað næsta föstudag. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag að Ólafur Kristjánsson og Freyr Alexandersson verða aðal sérfræðingarnir í umfjölluninni á Stöð 2 Sport yfir mótið.

Ólafur og Freyr eru tveir af fremstu þjálfurum Íslands en þeir eru báðir án starfs. Ólafur stýrði Esbjerg í Danmörku og Freyr var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar hjá Al Arabi í Katar.

Það verða Guðmundur Benediktsson og Helena Ólafsdóttir sem stýra umfjölluninni á Stöð 2 Sport þar sem allir leikir keppnirnar verða í beinni.

Freyr var gestur í útvarpsþættinum þar sem meðal annars var rætt um komandi mót. Hlustaðu á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsveitur.
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Athugasemdir
banner