Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
banner
   mán 05. júní 2023 22:56
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Gott að vita að það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tryggði sér sigur gegn FH með tveimur mörkum í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 endaði leikurinn.

Það tók smá tíma fyrir Blika að finna taktinn en öflug innkoma varamanna og færslur hjá mönnum gerðu það að verkum að Kópavogsliðið kom til baka og er komið í undanúrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleik, ekki nægilega aggressífir. Við gerðum breytingar í hálfleik og menn komu inn með kraft og áræðni. Seinni hálfleikurinn var góður og við bönkuðum verulega á dyrnar áður en við náðum að jafna," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

Blikar gerðu alls sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Víkingi.

„Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp. Þegar það er svona stutt milli leikja verðum við að rótera hópnum, gefa mönnum hvíld og öðrum tækifæri."

Jason Daði Svanþórsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Meiðsli halda áfram að plaga þennan frábæra leikmann.

„Því miður er alltaf eitthvað að trufla hann, hvort sem það er hné, ökkli eða nári. Það reynist honum dýrmætt að fá hvíld í landsleikjapásunni en hann kemur vonandi öflugur til baka að henni lokinni."

Logi er algjör toppmaður
Það var ekki annað hægt en að nefna leikinn á föstudaginn, sem fólk er enn að ræða. Halldór var þar í eldlínunni en Logi Tómasson, leikmaður Víkings, fékk rautt spjald fyrir að hrinda honum. Einhverjir hafa sakað Halldór um leikaraskap þegar hann féll til jarðar.

„Það eru miklar tilfinningar og þetta eru tvö lið sem hafa verið að berjast um titlana síðustu ár, það hafa myndast rimmur. Logi er algjör toppmaður og við erum ekki að kalla eftir frekara banni á hann. Hann gerir mistök og fær rautt spjald og það er eins og það er, hann fær væntanlega einn leik," segir Halldór.

„Það er allavega gott til þess að vita það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu sem vita hvernig það eigi að bera sig að þegar manni er ýtt."

Hefur hann rætt við Loga eftir atvikið?

„Já bara stuttlega, við erum bara mjög góðir og ekkert vesen þar á milli."
Athugasemdir