Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   mán 05. júní 2023 22:56
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Gott að vita að það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tryggði sér sigur gegn FH með tveimur mörkum í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 endaði leikurinn.

Það tók smá tíma fyrir Blika að finna taktinn en öflug innkoma varamanna og færslur hjá mönnum gerðu það að verkum að Kópavogsliðið kom til baka og er komið í undanúrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleik, ekki nægilega aggressífir. Við gerðum breytingar í hálfleik og menn komu inn með kraft og áræðni. Seinni hálfleikurinn var góður og við bönkuðum verulega á dyrnar áður en við náðum að jafna," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

Blikar gerðu alls sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Víkingi.

„Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp. Þegar það er svona stutt milli leikja verðum við að rótera hópnum, gefa mönnum hvíld og öðrum tækifæri."

Jason Daði Svanþórsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Meiðsli halda áfram að plaga þennan frábæra leikmann.

„Því miður er alltaf eitthvað að trufla hann, hvort sem það er hné, ökkli eða nári. Það reynist honum dýrmætt að fá hvíld í landsleikjapásunni en hann kemur vonandi öflugur til baka að henni lokinni."

Logi er algjör toppmaður
Það var ekki annað hægt en að nefna leikinn á föstudaginn, sem fólk er enn að ræða. Halldór var þar í eldlínunni en Logi Tómasson, leikmaður Víkings, fékk rautt spjald fyrir að hrinda honum. Einhverjir hafa sakað Halldór um leikaraskap þegar hann féll til jarðar.

„Það eru miklar tilfinningar og þetta eru tvö lið sem hafa verið að berjast um titlana síðustu ár, það hafa myndast rimmur. Logi er algjör toppmaður og við erum ekki að kalla eftir frekara banni á hann. Hann gerir mistök og fær rautt spjald og það er eins og það er, hann fær væntanlega einn leik," segir Halldór.

„Það er allavega gott til þess að vita það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu sem vita hvernig það eigi að bera sig að þegar manni er ýtt."

Hefur hann rætt við Loga eftir atvikið?

„Já bara stuttlega, við erum bara mjög góðir og ekkert vesen þar á milli."
Athugasemdir
banner
banner
banner