Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 05. júní 2023 22:56
Elvar Geir Magnússon
Dóri Árna: Gott að vita að það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tryggði sér sigur gegn FH með tveimur mörkum í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld, 3-1 endaði leikurinn.

Það tók smá tíma fyrir Blika að finna taktinn en öflug innkoma varamanna og færslur hjá mönnum gerðu það að verkum að Kópavogsliðið kom til baka og er komið í undanúrslit.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 FH

„Við vorum mjög daufir í fyrri hálfleik, ekki nægilega aggressífir. Við gerðum breytingar í hálfleik og menn komu inn með kraft og áræðni. Seinni hálfleikurinn var góður og við bönkuðum verulega á dyrnar áður en við náðum að jafna," segir Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks.

Blikar gerðu alls sex breytingar á byrjunarliði sínu frá jafnteflinu gegn Víkingi.

„Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp. Þegar það er svona stutt milli leikja verðum við að rótera hópnum, gefa mönnum hvíld og öðrum tækifæri."

Jason Daði Svanþórsson fór meiddur af velli í fyrri hálfleik. Meiðsli halda áfram að plaga þennan frábæra leikmann.

„Því miður er alltaf eitthvað að trufla hann, hvort sem það er hné, ökkli eða nári. Það reynist honum dýrmætt að fá hvíld í landsleikjapásunni en hann kemur vonandi öflugur til baka að henni lokinni."

Logi er algjör toppmaður
Það var ekki annað hægt en að nefna leikinn á föstudaginn, sem fólk er enn að ræða. Halldór var þar í eldlínunni en Logi Tómasson, leikmaður Víkings, fékk rautt spjald fyrir að hrinda honum. Einhverjir hafa sakað Halldór um leikaraskap þegar hann féll til jarðar.

„Það eru miklar tilfinningar og þetta eru tvö lið sem hafa verið að berjast um titlana síðustu ár, það hafa myndast rimmur. Logi er algjör toppmaður og við erum ekki að kalla eftir frekara banni á hann. Hann gerir mistök og fær rautt spjald og það er eins og það er, hann fær væntanlega einn leik," segir Halldór.

„Það er allavega gott til þess að vita það er til nóg af hetjum á lyklaborðinu sem vita hvernig það eigi að bera sig að þegar manni er ýtt."

Hefur hann rætt við Loga eftir atvikið?

„Já bara stuttlega, við erum bara mjög góðir og ekkert vesen þar á milli."
Athugasemdir
banner