Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   mán 05. júní 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA tekið tvö skref til baka - „Þetta er bara lélegt"
KA fagnar marki í sumar.
KA fagnar marki í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA ætlaði sér að vinna Íslandsmeistaratitilinn í sumar, en það er ekki að fara að gerast. Liðið hefur ekki farið af stað eins og þeir ætluðu sér ein þeir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum í Bestu deildinni.

Liðið tapaði 4-0 gegn Stjörnunni síðastliðið föstudagskvöld og er með 14 stig eftir ellefu leiki í fimmta sæti. KA, sem hefur verið mjög varnarlið síðustu ár, er núna þriðja versta varnarliðið í deildinni með 21 mark fengið á sig. Aðeins Fylkir og Fram hafa fengið fleiri mörk á sig í deildinni til þessa.

„Mér þykir svo vænt um KA, Sævar Pétursson og Hallgrím Jónasson að ég nenni ekki að urða meira yfir þá. Ég hef eiginlega ekkert við þetta að bæta," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum. „Þeir hafa bara tekið tvö skref aftur að minnsta kosti. Þeir geta ekki varist, verja ekki neitt, stundum skora þeir ekki heldur og þeir eru miklu passívari en þeir voru í fyrra."

Hallgrímur Jónasson tók við KA undir lok seinustu leiktíðar eftir að Arnar Grétarsson samþykkti að taka við Val. Hallgrímur hafði verið aðstoðarþjálfari Arnars áður en hann tók við.

„Arnar Grétars er frábær þjálfari. Haddi gerði vel og við tökum ekki stigin af honum þegar hann var að stýra liðinu í fyrra en hann var að stýra liði sem var byggt upp af grunni Arnars. Þetta er frekar augljóst núna," sagði Tómas en þetta hefur ekki verið auðveld byrjun á þjálfaraferli Hallgríms.

„Svo er bara erfitt að sjá þeirra traustustu menn, Rodri og Ívar, hvernig þeir eru að klikka í þessum leik," sagði Elvar Geir Magnússon og átti þar við leikinn gegn Stjörnunni.

„Þeir eru seinir, eftir á, þeir eru þungir, andlega þungir og hafa enga trú. Mörkin sem þeir eru að fá á sig, þetta er bara lélegt," sagði Tómas og bætti við að það hefði eitthvað mikið farið með Arnari.

Sæbjörn Þór Steinke kom inn á það í þættinum að það vantaði samkeppni í lið KA en hægt er að hlusta á allann útvarpsþáttinn hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Óskar Hrafn og toppslagurinn þar sem allt sauð upp úr
Athugasemdir
banner
banner