PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
   mán 05. júní 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki vildi sjá rautt - „Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Er svekktur að tapa þessum leik, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu þá gáfum við þeim tvö ódýr mörk sem varð til þess að við töpuðum þessum leik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir tap gegn Víkingi á Þórsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Frammistaðan var fín, við höfðum mjög mikla stjórn á þessum leik, varnarlega vorum við mjög góðir, gáfum fá færi á okkur. Við náðum að pressa þá á ákveðnum stöðum sem við ætluðum að gera."


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

Þórsarar áttu hættulega spretti í seinni hálfleik.

„Kristófer fær dauðafæri, kemst einn í gegn en annars vissum við að við vorum ekkert að fá gríðarlega mikið af færum en fáum samt opnanir og færi. Þetta var frekar lokaður leikur og agalegt svekkelsi þessi mörk. Á móti kemur að ég var gríðarlega stoltur af mínu liði."

Láki vildi að Arnór Borg hefði fengið sitt annað gula spjald í leiknum.

„Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann þar sem hann átti að fá seinna gula. Miðað við hvernig dómgæslan var og virðingin var fyrir Víkingsliðinu þá ef þetta hefði verið hinumegin þá hefði hann hent einhverjum í okkar liði útaf,"

„Þeir eru með frábært lið og bestu liðin fá meira en önnur lið, það er bara þekkt hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar."


Athugasemdir