Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 05. júní 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki vildi sjá rautt - „Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Er svekktur að tapa þessum leik, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu þá gáfum við þeim tvö ódýr mörk sem varð til þess að við töpuðum þessum leik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir tap gegn Víkingi á Þórsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Frammistaðan var fín, við höfðum mjög mikla stjórn á þessum leik, varnarlega vorum við mjög góðir, gáfum fá færi á okkur. Við náðum að pressa þá á ákveðnum stöðum sem við ætluðum að gera."


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

Þórsarar áttu hættulega spretti í seinni hálfleik.

„Kristófer fær dauðafæri, kemst einn í gegn en annars vissum við að við vorum ekkert að fá gríðarlega mikið af færum en fáum samt opnanir og færi. Þetta var frekar lokaður leikur og agalegt svekkelsi þessi mörk. Á móti kemur að ég var gríðarlega stoltur af mínu liði."

Láki vildi að Arnór Borg hefði fengið sitt annað gula spjald í leiknum.

„Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann þar sem hann átti að fá seinna gula. Miðað við hvernig dómgæslan var og virðingin var fyrir Víkingsliðinu þá ef þetta hefði verið hinumegin þá hefði hann hent einhverjum í okkar liði útaf,"

„Þeir eru með frábært lið og bestu liðin fá meira en önnur lið, það er bara þekkt hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar."


Athugasemdir
banner
banner