„Þetta er geggjað, bikarleikir eru alltaf allt annað en deildarleikir," sagði Pablo Punyed miðjumaður Víkings eftir sigur liðsins gegn Þór í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld.
Lestu um leikinn: Þór 1 - 2 Víkingur R.
„Þeir voru kannski að verjast meira en þeir eru vanir. Við vissum að þeir eru hættulegir í skyndisóknum og þeir refsa okkur þar. Mér fannst við alltaf vera með control á leiknum og sem betur fer erum við komnir áfram."
Pablo líður vel á grasi.
„Ég elska að spila á grasi. Svona væri besti völlurinn heima hjá mér. Það er bara gaman að spila og komast áfram."
Renato Punyed Dubon bróðir Pablo lék með Ægi gegn Þór í Lengjudeildinni fyrir nokkrum dögum og þar vann Þór. Pablo ætlaði að vinna fyrir bróður sinn.
„Hann tapaði hér um daginn. Ég sagði honum að ég myndi snúa þessu við. Það var gott að heyra í honum, ég sá leikinn hjá þeim eftir okkar leik. Það var gott að hafa njósnara á leiknum."